Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 129
R Ö Ií K U R
177
' XXIII. KAPITULI.
Sir Róbert Chalmers kynnist Jane.
Sir Róbert Chalmers var leiður í skapi. Hann hafði verið
að æfa sig í skrift, en ekkert gat komið honum í verra skap.
Hann skipaði svo fyrir, að söðla skyldi hest sinn.
„Nú?“ sagði Elísabet, sem birtist allt í einu óvænt, er hann
var nýstíginn á bak. ,,Og hvert ætlarðu nú, Rabbie minn?“
„Eg gafst upp og henti fjaðrapennanum — eg ætla að ríða
út. mér til skemmtunar.“
„Og hvert skal halda, má eg spyrja?“
„Eitthvað," sagði hann, um leið og hann huldi handleggsstúf-
inn sem bezt hann gat.
„Farðu varlega. Hættustaðirnir eru margir.“
„Eg geri það. Þótt lífið sé ekki mikils virði er víst bezt að
treina sér það eins lengi ag unnt er. En líklega mundi enginn
sakna mín þótt eg yrði fyrir kúlu úr byssu morðingja.“
„Alveg rétt, Rabbie, og því er nú verr, en þú ættir vini,
ef þú værir ekki jafn hrokafullur og afundinn og þú ert.“
„Eg hirði ekki um vináttu annara — og eina konan, sem eg
hefi elskað, strauk með manninum, sem eg hefði átt að skjóta
til bana í stað þess að láta mér nægja að særa hann."
„En þannig fara menn ekki að því að vinna ástir kvenna,
Robin — ekki góðra kvenna og dyggra. Ó, Robert, þú hefðir
getað orðið maður, sem allir litu upp til og dáðu, en þú hefir alla
tíð verið eins og illa vaninn og óviðráðanlegur krakki, og —“
„Og þú ert hin versta norn, Elísabet, svo beiskyrt, að eg
furða mig oft á því, að eg skuli þola þig nálægt mér.“
„En það gerirðu af því, að þú mátt til, maður minn, og af
því að þrátt fyrir allt elskarðu mig sem sonur móður. Og neit-
aðu því, ef þú þorir.“
Sir Róbert ygldi sig, kippti í taumana með heilu hendinni,
en horfði um leið í augu hinnar hyggnu, góðu og lífsreyndu
konu, og allt í einu brosti hann, kinkaði kolli og reið á burt.“
„Og — guð gæti þín ávallt, amen,“ hvíslaði Elísabet and-
varpandi.
Kannske var það vegna handleggsstúfsins, að Sir Róbert reið
eftir gömlum troðningum, því að þar var sjaldan nokkur á
ferð, en á þjóðveginum gat maður alltaf átt á hættu að mæta
einhverjum. Allt í einu hljómaði fögur barnsrödd, eins og
12