Rökkur - 01.06.1952, Síða 317
R O K K U R
365
áður, og til þess að losna við hana, þáði Katrín, að hún kæmi
með matarbita. Furðulegt, að hún skyldi ekki hafa fundið til
svengdar fyrr en Nan fór að talá um þetta. Nú fann hún til
svo sárrar svengdar, að hana verkjaði — það var engin furða,
þótt hún hefði fundið til vanlíðunar. Og þegar Nan kom með
matinn tók hún hraustlega til sín af honum og brátt hresstist
ekki lesið bænir sínar síðan er hún lagði af stað frá Fugges-
broke fyrir tveimur kvöldum. í örvæntingu sinni hafði hún
gleymt að biðja til guðs. Hvernig mundi fara fyrir henni, ef
hún hætti því? — Hún bar ölkönnuna að vörum sér og teygaði
stórum. Hún hafði ekki gleymt orðum saltarans — sem hún
hafði fyrir bænarorð, og hún og Simon höfðu hlustað á í dimm-
unni í Leasan-kirkju. — Hún hafði teygað til botns, var endur-
hresst á sál og líkama. Hún fann mikla orku streyma um lík-
ama sinn og sál hennar var sterk og frjáls. Fuggesbroke lá í
rústum, en allar vonir voru ekki glataðar. Hin mikla auð-
legð var ósnert — í hjarta hins handtekna prests, í sál hans
vegna Richards Tutkone, og í hinu unga hjarta Simonar bróð-
ur hennar, sem nú var á heimleið — og þeirri auðlegð fekk
ekkert grandað.
Hugsanirnar um bróður hennar fylltu hana hugrekki á nýj-
an leik. Hann var á heimleið. Brátt yrði hann kominn til Eng-
lands, voldugur í sinni prestsköllun. Hann mundi ljúka verk-
inu, sem byrjað hafði verið á — hann mundi syngja messu
fyrir þau öll í Fuggesbroke eða Colespore, eða hvar sem þau
gætu hitzt. Við hlið hans mundi hún geta gert eitthvert gagn
— og hún yrði frjáls — því að nú vildi hún frjáls verða. Hún
ætlaði að slíta öll bönd, nema þau, sem tengdu hana við bróður
hennar. Móðir hennar gat engar kröfur gert til hennar eftir
það, sem gerzt hafði. Hún gat ekki enn sem komið var lagt
neina áætlun, en það var söngur í sál hennar, söngur vona og
frelsis. í þessum farvegi runnu hugsanir hennar áfram, er
Nan greiddi hár hennar. Nan masaði:
„Nicholas Pecksall kom hérna í morgun.“
„Hvenær? Af hverju sagði enginn mér frá því?“
„Þú svafst. Hann kom til móður þinnar.“
„Hvað vildi hann henni?“
„Eg veit það ekki. Það var varðandi greftrunina.“
„Hann hefir rætt eitthvað fleira. Eg ætla að ríða til prests-
setursins og hafa tal af honum. En eg ætla að ganga að líkbeði
föður míns fyrst.“
L__