Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 103
RÖKKUR
151
„Þá komum við ekki auga á hann, Harry.“
„Þá hleypi eg af í áttina til hans og veiti honum eftirför —
en deilum ekki um þetta, hvert skal halda?“
„Ríðum fyrst til Wrybourne Arms og svo á Lewes-markað-
inn, en þar munum við hitta Ned, og ef til vill kaupum við gripi
þar.“
Stigu þeir nú á bak og riðu af stað, en þeir höfðu ekki langt
farið, er Standish, sem hafði veitt því eftirtekt, að Sam var ó-
venjulega þungbúinn, spurði:
„Twiley markgreifi býr í Wrybourne Arms — þér ætlið
þó ekki að stofna til deilu við hann?“
„Nei, eg ætla aðeins að segja eitt eða tvö orð við veitinga-
manninn, John Bascomb, um frænda minn, Ralph Scrope . . ..“
Eftir þetta riðu þeir löturhægt um stund, en allt í einu
stöðvaði Sam hest sinn svo skyndilega og þannig á svipinn, að
Standish varð undrandi og spurði:
„Hvað er að Sam?“
„Það má guð vita,“ sagði Sam og hristi höfuðið. „En það
hefir einhver skollinn hlaupið í Andromedu — hún er ekki
eins og hún á að sér.“
„Hvernig þá?“
„Hún er við góða heilsu, það er ekki það, en það er eitthvað
að, — hvað veit eg ekki, en hún vill ekki segja mér neitt, og
eg get ekki getið mér til um hvað það er.“
„Segðu mér nánar frá þessu, Sam.“
„Eg kem oft að henni, þar sem hún situr eins og í leiðslu,
hreyfingarlaus, — hún situr tímunum saman og starir á mig,
mælir vart orð af vörum. Stundum er eins og hún ætli að fara
að ræða við mig um það, sem liggur henni á hjarta, en svo
verður ekkert úr því, — næstum eins og einhver ósýnileg
hönd grípi fyrir munn henni. Hún er breytt, Harry, mjög
breytt. Hún hefir aldrei notið sín að mér finnst, síðan er vesa-
lings Ranger varð fyrir skotinu. — Og nú er eg eins og skip
ó reki í ólgusjó, að mér finnst — eg hefi ekki hugmynd um
hvar mig muni bera að landi, ef allt sekkur þá ekki!“
„Hvaða vitleysa, Sam. Þetta stafar allt af áhyggjunum sem
hún elur þín vegna. Eg ætti að vera farin að þekkja konurnar,
Rowena mín til dæmis, — það er næstum eins og eg væri strák-
patti, slík er umhyggjan. Gengur mér í móðurstað, liggur mér
við að segja.“