Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 266
314
RÖKKUR
um mínum, heldur taka á okkur öll. áhættu, en ekkert gott
mun af því leiða.“
„Leiddi ekki gott af því,“ spurði Katrín, „ef mótmælandi
snerist frá villu síns vegar?“
„Það mundi valda mér angist, ef eg hindraði slíkt,“ sagði
Agnes.
„Já, eg veit, eg veit — eg er víst hugleysingi. En þú verður
að fyrirgefa mér. Kata, og hugleiða hversu miklar hörmungar
þessi nýju lög leiða yfir okkur. Við erum eins og refir í greni,
sem verið er að svæla út — við getum ekki farið, og við fáum
ekki að vera í friði. Smám saman hafa þeir tekið æ meira af
gripum okkar og með sektargreiðslum höfum við verið rúin
inn að skyrtunni. Og eftir þessa árás frá Spáni er líf okkar í
hættu. Takið eftir — héðan í frá mun allt fara versnandi —
þeir munu segja, að kaþólikkar hafi staðið að samsæri, þeir
hafi reynt að fá konung Spánar hingað .... ó, ef hinir voldugu
erlendu konungar vildu hugleiða hversu við vesalings ensku
kaþólsku menn verðum að þjást vegna stjórnmálastefnu þeirra
— og Jesúitarnir, sem dauðinn aldrei skelfir, verða líka að
þjást — hví geta þeir ekki minnst þess, að það eru til kaþólskar
konur í Englandi?“
„Væna mín,“ sagði maður hennar, „þú talar eins og guð hafi
ekki gefið konum þrek í eins ríkum mæli og körlum. Ef Hann
krefst lífs þíns, þori eg að ábyrgjast, að þú munt láta það
glöðum huga og möglunarlaust.“
„En ef Hann biður um þitt líf?“
„Ef Hann gerir það mér til heiðurs mun eg treysta á, að
Hann leiði þig og verndi. En enn er ekki svo komið, að við þurf-
u mað óttast. Láttu þér ekki detta í hug, að eg flani að neinu.
Eg mun ræða við Harman og kanna hug hans, áður en eg lofa
nokkru, og ekki segja honum nein leyndarmál þegar í stað.
Vertu því hugrökk, Mary, og hugsaðu hlýlega til Katrínar, en
hún hlýtur að vera sársvöng orðin, eins og við vafalaust erum
öll. Göngum til morgunverðar.“
12.
Katrín snæddi morgunverð með Tuktone-fjölskyldunni. Allir
sátu við sama borð, húsbóndinn, húsfreyjan, synir þeirra og
konur þeirra, dæturnar, vinnumenn og vinnukonur. Ein tengda-
dóttirin hafði barn á brjósti, en önnur bar líf undir brjósti. Fá-