Rökkur - 01.06.1952, Side 355
RÓKKUR
403
Hann tók hönd hennar og kyssti hana.
„Eg efast ekki um, að í guðs augum hafa þessir gripir verið
eins dásamlegir og gimsteinarnir í krónu páfans. Mér líður bara
ens og manni, sem allt var veitt, meðan þú sveltir.“
„Eg mundi ekki öfunda þig, ef eg gæti lifað í voninni um að
heyra messu sungna. Það er meira en ár liðið síðan eg hefi hlýtt
messu og fengið syndakvittun."
„Nú ætti að vera tækifæri til þess — þar sem þú ert hjá
tveimur prestum. Og að því er messu varðar — eg vildi, að eg
gæti látið þig verða okkur samferða til West Rooting.“
„Verður sungin messa þar?“
„Vissulega. Við Smith verðum þar gestir lafði Bentley. Messa
verður sungin þar að minnsta kosti einu sinni meðan við dvelj-
umst þar — og þar hefir oft verið sungin messa.“
„En má eg ekki koma með ykkur? Eg tefli ykkur vonandi
ekki í hættu — og hvert á eg annars að fara, ef eg get ekki
farið með ykkur?“
„Við verðum einhvern tíma að skilja, systir mín. Þú getur
ekki ferðast lengi með enskum presti, sem er einn af erindrek-
um Hans Heilagleika páfans.“
„Eg gæti að minnsta kosti farið með ykkur til West Rooting.“
„Eg skal spyrja Smith. Eg verð að fara að ráðum hans, þar
sem hann var sendur mér til aðstoðar sem ungum og óreyndum
presti. En óttastu ekki, systir mín, eg mun ekki bregðast þér.
Eg er og verð alltaf bróðir þinn.“
49.
Þau ræddu ekki frekara um neitt, sem varðaði trú þeirra, né
um heimili þeirra, sem nú var í rústum, heldur um gamlar
samverustundir. Þau rifjucfu upp fyrir sér æskuævintýrin úr
skógunum við Medyrsham og Wogenmarye, þegar dansað var
kringum bálið á sankti Johns degi og hvað til skemmtunar var
á jólunum. Þau sátu hönd í hendi og voru aftur börn, eins og
þegar bæði faðir þeirra og móðir voru á lífi, og undu glöð við
sitt og voru þeim góð, og hver mannssál gat verið í friði í heimi
sinnar trúar. Þannig leið heil klukkustund, en þá varð Simon
til þess óvart að ýfa upp sár.
„f fjarlægðinni varstu alltaf elsku litla, systirin mín,“ sagði
hann. „Og það var ekki fyrr en á heimleið, að eg fór að hugsa
um þig sem þroskaða konu — kannske gifta. Hvers vegna hef-
irðu ekki gifst, Kata?“
26