Rökkur - 01.06.1952, Síða 122
170
ROKKUR
„Af hverju starirðu svona, Meda frænka? Það er bara Batilda
og hún gerir engum neitt.“
Það var eins og hrollur færi um Andrómedu, er hún greip
brúðuna og þreif smámiða, sem komið hafði verið fyrir milli
handa brúðunnar.
„Elsku Meda, þú gerir mig hrædda, — þú skelfur, hvað
er að?“
„Mér er kalt, Jane litla — og“
„En sólin skín og það er svo heitt. —
„Já, já, en taktu nú brúðuna þína barnið gott.“
„Þakka þér fyrir, Meda frænka, en hvað fékk hún þér?“
„Bara þennan óhreina, auðvirðilega bréflappa,“ sagði Andró-
meda og bögglaði honum saman í lófa sér. „Farðu nú, Jane
litla, og segðu frænku, að eg sé komin heim, og að mig langi
í tesopa. Hlauptu nú, elskan mín, eg kem að vörmu spori.“
„Já, frænka eg skal hlaupa,“ og óðara var Jane litla rokin
inn til Önnu frænku og hundurinn geltandi á hælum hennar.
Þegar þau voru horfin sjónum greiddi Andrómeda úr mið-
anum og las:
„Ef þér farið út í skóginn klukkan fimm í dag munuð
þér sannfærast um hversu skammarlega er á bak við
yður farið.“
Hún henti frá sér lappanum í reiði, en tók hann aftur upp
þegar, og stakk honum á sig í skyndi, því að hún heyrði hófa-
dyn. Hún leit í áttina sem hann barst úr og sá, að það var
Harry Standish, sem var að koma, en hann vissi ekki, að hún
horfði á hann, og gerði því ekkert til þess að leyna örvænting-
arsvipnum á andliti sínu.
„Harry,“ kallaði hún skyndilega og brá honum mjög, og
snarstöðvaði hestinn. Á andartaki gerbreyttist svipur hans,
bann varð glaðlegur og kurteislegur eins og hann vanalega
var, hneigði höfði og brosti til hennar, og steig af baki.
„Jæja,“ sagði hún án þess að brosa. „Hvers vegna eruð þér
einn?“
Hann varð vandræðalegur og þuklaði um barðið á hatti sín-
um, sem hann hafði tekið af sér.
„Mér þykir leitt, lafði mín, en vegna óviðráðanlegra kring-
umstæðna, — æ, það hryggir mig mjög að verða að segja yður,
að —“