Rökkur - 01.06.1952, Síða 81
R Ö K K U R
129
„Eg ætla að ríða eftir þeim, leita þau uppi.“
„Leita þau uppi? En það er alveg vonlaust — því að skóg-
urinn er víðáttumikill.“
„Eg ríð þá út sjálfum mér til hugþreyingar,“ sagði Ralph
og æddi út, en á eftir honum fór Twiley markgreifi hægt og
rólega og brosti um leið og hann leit á bólginn hægri úlnlið
sinn.
XI. KAFLI.
Alfreð Bellenger kemur til sögunnar.
í bezt búna einkaherberginu í WryboUrne Arms sat Twiley
markgreifi og lét fara vel um sig, eftir að hafa neytt ágætrar
máltíðar, en auðséð var á svip hans, að honum var ekki rótt,
því að titringur var á nösum hans, og hann virtist kenna til
í úlnliðnum, sem nú hafði verið bundið um. Svipur hans hvíldi
á manni nokkrum, sem sat gegnt honum, en maðurinn bar nú
glas sitt að vörum sér, og mælti Twiley þá letilega:
„Hér er sannarlega ekki upp á neitt að klaga — þú hefir
vart átt von á svo góðum mat og jafngóðum vínum hér í
sveitinni, ha, Bellenger?“
Bellenger þessi virtist hæglátur, — hann var unglegur en
allgildur og heldur tildurmannlegur, og voru klæði hans alveg
eftir nýjustu tízku. Hann henti nú frá sér tannstöngli og
mælti djúpri röddu:
„Svo sannarlega vekur þessi ágæta framreiðsla furðu mína.
Twiley — en ekki hefir þú, Raymond, dregið mig hingað í
þennan afkima til þess að láta bera fyrir mig dýrindis rétti
og fyrirtaks vín?“
„Nei, félagi, o-nei,“ sagði Twiley og dreypti á víninu. „Eg
kvaddi þig hingað til þess að eg gæti — svo lítið bæri á og
hljóðlega — varað þig við hættu.“
Bellenger, sem var í þann veginn að dreypa á víni sínu,
brá nokkuð og lagði hann frá sér glasið.
„Vara mig við hættu — við hvað áttu?“
Bellenger hafði skyndilega lækkað röddina.
„Við erum báðir í hættu, kæri vin, — og einkanlega þú,
Alfreð — einkanlega þú.“
„Aha, þessi Chalmers vitanlega,“ sagði Bellenger og föln-
aði. „Þú átt vitanlega við hann, Róbert?“
«
9