Rökkur - 01.06.1952, Síða 39
RÖKKUR
87
„Ekki vil eg nú segja það — og þó. Fegurðin hér á lands-
byggðinni kann að heilla hugann meira en það, sem borgin
fcefir upp á að bjóða.“
Standish svaraði engu en sló keyrinu þétt í löfin á reiðjakka
sínum, eins og til þess að slá úr þeim ryk, en einnig eins og
bvarflað hefði að honum að nota keyrið á manninn, sem við
hann ræddi.
„Og þetta allt minnir mig allt í einu á,“ hélt markgreifinn
áfram íbygginn, „að spyrja yður til vegar um styztu leið til
Wrexham Manor, bústaðar Scrope’s lávarðar.“
Það var eins og Standish ætlaði að knýja hest sinn sporum
— eða vera viðbúinn til þess, en rödd hans var róleg, er hann
spurði um leið og hann kippti hægt í tauminn:
„Þér þekkið þá lávarðinn?“
„Mér hefir hlotnast sá heiður — og eg er þeirrar hylli að-
njótandi — ef svo mætti segja, að þekkja mæta vel konuna
hans — þessa dásamlegu veru. Hvílíkur vöxtur. Sjálf
Venus —“
Rólyndissvipurinn var alveg horfinn af andliti Standish og
hann kreppti hnefann um keyrisskeftið um leið og hann kippti
svo snöggt í taumana, að hesturinn hans fór nokkur skreí aftur
á bak, svo hratt og óvænt, að markgreifanum gafst ekki tími
til að víkja til hliðar, og tók hestur hans allt í einu viðbragð,
og hentist af stað niður hæðina, og beið Standish nokkra stund
» vongóður um, að klárinn mundi losna við leiða byrði, en mann-
skrattanum tókst að sitja hestinn. — Standish aná/arpaði
þungan, reið af stað, en fór hægt, eins og maður, sem kýs að
fara hægt, af því að rann hefir um mikið að hugsá
Þegar hann kemur að höllinni kveður hann til knay, a, sem
taka á við hestinum, burstar hið mesta af rykinu úi fötum
hans, og gengur fyrir jarlinn í lesstofu hans. Sat hann þar yfir
áætlunum um smíði smáhúsa fyrir landseta sína
„Jæja, Harry,“ sagði jarlinn brosandi. „Gleður mig, að þú
ert kominn heim. Hvað er að frétta úr borginni. Seztu niður
og segðu mér fréttirnar.“
„Æ, herra lávarður, — Sam, gamli félagi, þú heíir heldur
en ekki kveikt í tundrinu í Lundúnum — eg veit ekki hvernig
þetta fer, sannast að segja.“
„Fyrirtak," sagði lávarðurinn. „Gleður mig að fá vitneskju
um þetta.“
„Glaður?“