Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 357
ROKKUR
405
þoku, en dómkirkjuturninn gnæfði upp úr þokuhafinu. Hún
var því fegin að komast burt, þótt hún væri þakklát fyrir, að
allt hafði gengið vonum framar fyrir henni, en minningarnar
um trúarafneitun Francis Edwards voru svo beizkar og sárar,
að aldrei mundu gleymast henni — en það var eins og græði-
smyrsl í opið sár, að hafa séð píslarvotta deyja. Og það sem
ljúfast var tilhugsunar af öllu var það, að hún hafði fundið
bróður sinn, og í hvert skipti, er hún leit til hans, þar sem hann
reið við hlið hennar, hugsaði hún: Það voru forlögin — guðs
vilji — að við skyldum hittast. Guð veri lofaður!
Næstum á svipstundu varð koldimmt og svo komu stjörnurn-
ar í ljós og hún gat eins greint hæðirnar gegn þokumistrið.
Hún hafði lítið sofið nóttina áður og allt, sem gerðist um dag-
inn hafði reynt á taugar hennar, en hún fann ekki til þreytu.
Það var eins og öryggi myrkursins og svali næturinnar endur-
gæddu hana andlegri og líkamlegri orku. Og það var gott að
vera aftur á hreyfingu — sitja á hestbaki. Það færði henni hvíld
sem ávallt — og henni fannst sem hún færðist æ nær marki —
eins og dropi í eilífðarinnar mikla straum. Þreytt var hún ekki
og hún fann ekki til beygs. Enginn hugsun um afturgöngur eða
ræningja komst að, þar sem hún reið milli tveggja varðmanna
sinna, tveggja sálna, sem áttu vald, er sigrast gat á hinu illa.
Brátt reið Pétur dálítið á undan, og þau samhliða á eftir syst-
kinin. Það var næstum eins dásamlegt og að vera ein með
Símoni. Enn var margt, sem þau þurftu að ræða sín í milli, og
nú var það einkum allt það, sem á daga hans hafði drifið, sem
hana langaði til þess að heyra — allt, sem fyrir hann hafði kom-
ið, frá því er hann fór að heiman frá Conster fyrir fimm árum.
Hann sagði henni frá ensku háskóladeildinni í Rómaborg, sem
varð griðastaður trúaðra flóttamanna og undirbúningsskóli
prestaefna. Hann sagði henni frá fyrstu erfiðleikum sínum og
námi, frá félögum sínum, sem margir höfðu þegar látið lífið
fyrir trú sína — þeirra meðal James Edwards. Allir höfðu þeir
svarið eið að því, að fórna lífinu fyrir trú sína, og það fór hroll-
ur um Katrínu, er hún hugsaði til þeirra örlaga, sem yfir bróður
hennar vofðu, þótt hann virtist áhyggjulaus með öllu.
Þegar eftir að hann hafði tekið vígslu hafði hann farið frá
Rómaborg með Pétri Smith, sem honum eitt sinn í viðræðunni
varð á að kalla sínu rétta nafni — föður Edward Amyas — og
tveimur öðrum prestum, sem nú voru í Hampshire. Þeir höfðu
verið meira en mánuð á ferðalagi yfir Frakkland, sem Simon