Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 50
98
RÖKKUR
„Barnið hans ... allt bíður síns tíma — seinasta áfallið
verður þyngst, — það á að kóróna allt — þá skal hefndin full-
komnuð verða.“
„Þeir voru komnir að vegamótum og þar stöðvaði mark-
greifinn hest sinn, snéri sér sem steini lostinn að Sir Róbert
og mælti:
„Það veit guð, Róbert, að eg er því feginn, að þú ert vinur
minn.“
„Vinur . .. þinn,“ sagði Sir Róbert hægt. „Er eg það?“
„Ertu það ekki, Róbert?“
„Það veltur á því —“
„Hverju?“
„Hver not eg get haft af þér og hve lengi — að þú haldir
áfram að þjóna mér af skilyrðislausri hlýðni og hollustu.“
„Hefirðu nokkra ástæðu til þess að efast um hollustu mína,
Róbert?“
Sir Róbert svaraði engu þegar í stað, en eftir nokkra þögn
færði hann sig dálítið til í hnakknum, horfði rannsakandi
augum á Twiley, sem brosti eins og vanalega, og spurði:
„Jæja, kæri vin, hverju svarar þú?“
Sir Róbert kinkaði kolli og varð engrar raddbreytingar vart
hjá honum er hann svaraði:
„Það er bezt, að Twiley markgreifi reyni að svara þessu
sjálfur. Svo og því, hvers vegna ekki hefir enn verið gengið
frá kaupunum á Wrexford-eigninni.“
„Hinni heimsku konu Ralphs er einni um að kenna, þessari
gullfögru, heillandi konu, — en eg hefi gildar ástæður til þess
að telja víst, að þessu verði komið í kring í dag, og mér verði
afhent plöggin. Eg er á leið þangað nú. Svo að nú skilja leiðir,
kæri vinur — í bili — hittumst heilir — og leyfið mér að
segja að skilnaði, að eg er áfram þeirrar skoðunar að Jim
fiakkari kunni að verða verkfæri, sem við höfum þörf fyrir
— síðar meir.“
Að svo mæltu tók Twiley í tauminn á hryssunni, sem hann
reið, og sveigði út á hliðarbraut, og fór greitt fyrst í stað, en
er hann var kominn úr augsýn Sir Róberts hægði hann á sér,
klappaði á makka hryssunnar og mælti lágt:
„Jæja, Lais mín, svo að hann Róbert okkar er farinn að
hafa í hótunum — loks er svo komið! Og hann — hrokagikk-
urinn — leyfir okkúr náðarsamlegast að tóra. O-jæja, o-jæja,