Rökkur - 01.06.1952, Síða 163
RÖKKUR
211
lóngum kylfum, enda voru þremenningarnir sigraðir á
skammri stundu, og lágu rotaðir á grundinni.
„Húrra,“ kallaði Ralph. „Nú sæki eg barnungann.“
„Varaðu þig á konunni,“ kallaði Tawno, en Ralph var þegar
kominn inn fyrir fossinn og inn í hellinn, þar sem kona nokk-
ur grúfði sig yfir eitthvað, sem dúðað var í sjal. Ralph beygði
sig eftir bögglinum, en fann allt í einu til sársauka. Hann sló
hníf úr hendi konunnar og flýði hún þá innar í hellinn, og
út hentist Ralph með barnið.
„Særður, bróðir?“
„Nei,“ dæsti Ralph, „en eg veit varla hvað á að snúa upp
eða niður á þessu — hjálpaðu mér, félagi.“
„Það blæðir úr þér, bróðir —“
„Já, dálítið — og blessað barnið er blóðugt, en það er víst
ekkert að drengnum, að minnsta kosti orgar hann hraustlega.
— Nerilla sá blóð, Tawno — þarna sérðu!“
„Úr jakkanum, bróðir, eg ætla að athuga sárið.“
„En barnið?“
„Legðu það á grasið. Svona — úr jakkanum.”
„Ljótt, Tawno?“
„Fremur — en gæti verið verra. Legstu á kné, eg ætla að
þvo sárið og binda um það. Kennir þig til?“
„Dálítið, félagi.“
„Réttu mér vasaklútinn þinn, eg brýt hann saman og legg
hann yfir rýtingsstunguna og bind svo um með hálsklút mín-
um — bíttu á jaxlinn — eg verð að binda nokkuð fast —“
„Gættu þín, Tawno, — Jim flakkari bærir á sér fyrir aftan
þig —“
Tawno brá við og „svæfði“ Jim þegar í stað, en Ralph gapti
af undrun og aðdáun.
„Þú kannt sannarlega að beita hnefunum — og ekki ertu
slakur skurðlæknir.“
„Ó, ég hefi bundið um rýtingsstungu fyrr, — svona, þetta
dugar — þar til hægt er að gera betur að sárinu.“
Ralph sneri feér aftur að hinum organdi, litla aðalsmanni,
sem sparkaði sem óðast frá sér sjaldruslunni, sem hann hafði
verið vafinn í.
„Herra trúr, Tawno,“ sagði Ralph skelkaður, „eg fer að
halda, að það sé eitthvað meira en lítið að drengnum —“
„Hann er svangur, það er allt og sumt —“
„Eg sá pela þarna inni.“
14*