Rökkur - 01.06.1952, Side 18
66
RÖKKUR
gera það sem í mínu valdi stæði. Eg vissi ekki hvað segja
skyldi, því að eg vissi ekki hvað hún var að fara, og sagði
þetta svona út í bláinn, en á heimleiðinni fór eg að hugsa um
þetta, og komst ekki að neinni niðurstöðu, nema að þetta
væri eitthvað alvarlegt, og viltu nú ekki segja mér við hvað
lafði Lavinia átti.“
Sam svaraði engu, en þess í stað tók hann upp fréttablaðið
samanbögglaða, sléttaði úr því, benti á einn dálkinn, sem
prentaður var með smáu letri, og mælti:
„Þarna geturðu sjálf séð hvað um er að vera.“
Andromeda tók blaðið, en ekki hafði hún lesið lengi, er hún
einnig fór að hnykla brúnir. Svo datt blaðið allt í einu úr
hendi hennar, og' hún horfði kvíðin á svip á mann sinn og
spurði:
„En, Sam, elskan mín, þú hefir ekki sagt þetta — það er —
skelfilegt."
„Ó-jú, eg sagði sitt af hverju,“ sagði hann og kinkaði kolli,
„en það er miklu meira, eftir þessari grein að dæma, en eg
í raun og veru gerði. Sjáðu til, allt er fært til verri vegar, öllu
er rangsnúið, heilum setningum sleppt, svo að það, sem þú
lest í blaðinu, er í rauninni allt annað en eg sagði í ræðu
minni. Þarna er hundurinn grafinn, með því að sleppa úr orði,
kannske hálfum og heilum setningum, og jafnvel fylla í skörð-
in, kemur fram allt önnur skoðun en eg lét í ljós.“
„Hvað sem þessu líður,“ sagði hún enn áhyggjufull á svip,
„er augljóst, að þú hefir varið herra Cobbett, þennan ofsa-
fengna mann, sem —“
„Já, ofsafenginn er hann, elskan mín, en hann hefir á réttu
að standa.“
„Það getur ekki verið, Sam? Jæja, þarna er skýringin fundin
á framkomu nágrannakvennanna. Eg er smeyk um að þessi
ræða muni ekki auka vinsældir þínar, Sam minn.“
„Eg kæri mig kollóttan," sagði Sam þrálega. „Hverjum
skyldi ekki standa á sama um það?“
„Mér stendur ekki á sama,“ svaraði hún. „Eg tek þetta nærri
mér. Eg vil að maðurinn minn sé virtur og dáður sem sannur,
heiðarlegur maður, eins og hann líka er í reyndnini.“
„Ef þú trúir á mig, Andomeda, skiptir ekki neinu um aðra.“
„Þú mátt ekki láta þetta sem vind um eyru þjóta. Þú verður
að hugsa um stöðu mína — og um barnið .... ó, nú skil eg