Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 219
RÖKKUR
267
„Og nú Robin frændi, af því að við elskum hvort annað
svo mikið, langar mig til að spyrja þig um eitt?“
„Og hvað er það, barnið mitt?“
„Eg skal segja þér, hérna um daginn var amma að lesa upp-
hátt í biblíunni, eins og hún gerir allt af á kvöldin, þegar eg
er komin upp í, og hún las „ef hönd þín hneykslar þig, þá
sníð hana af“, svo að það er bara eitt, sem mig langar til að
vita, hneykslaði hönd þín þig?“
Sir Robert þagði um stund og horfði framan í Jane, sem
var hátíðleg og alvarleg á svip, en loks svaraði hann:
„Já, Jane, eg býst við því.“
„Og þá,“ sagði hún og' hallaði sér nær, „sneiðstu hana af —
með hníf kannske — eða exi?“
„Það er líklega,“ kom svarið — alldræmt.
„Óskaplega hefirðu verið hugrakkur — eg má til að kyssa
þig,“ og það gerði hún umsvifalaust, og hann tók utan um hana,
eins langt og stúfurinn náði.
„Ef þú hefðir nú dáið og orðið engill hefði guð gefið þér
nýja hönd, alveg eins og hann gerði við Nelson, hann fékk
lika nýtt auga, það hefir amma sagt mér.“
„Hún hlýtur að vera dásamleg manneskja, Jane?“
„Já, hún er indæl, nema þegar hún lætur mig sturidum fá
dæmi, sem eg get ekki reiknað, og svo lætur hún mig skrifa
á spjald, í stað þess að lofa mér að æfa mig með blýanti og
penna.“
„Eg hefi líka reynt að æfa mig í skrift, Jane, og eg er
klaufi.“
„En ekki á spjaldi — það er svo slæmt, því að það ískrar,
en svo var hitt, það hlýtur að vera indælt að vera engill hjá
guði, eins og mamma, og Nelson, en mér þykir nú vænt um,
að þú ert ekki farinn til himna.“
„Þykir þér vænt um það, væna mín?“
„Já, því að eg fann þig þegar eg sat undir trénu og var að
kenna Batildu og Esaú gelti að þér, manstu?“
„Eg gleymi því aldrei.“
„En mér geðjaðist ekki að þér alveg strax, af því að hárið
þitt er svo svart og skeggið — alveg hræðilega svart.“
„Eg býst við því.“
„Og mér sýndust augun í þér svo stór — og svo hefirðu
svo stórar tennur — þær eru stórar eins og þú veizt, — en