Rökkur - 01.06.1952, Side 5
R Ö K K U R
53
„Nei-nei,“ svaraði markgreifinn með semingi, „ekki enn,
en þetta kemur, kæri vinur! Það liggur nefnilega þannig í
málinu, að hin töfrandi kona hans hefir öll gögn undir hönd-
um, sem eignarréttinn varða, og neitar að láta þau af hendi,
er. —“
„Farið þér til helvítis, Twily, yður hefir þá ekki tekizt að
koma þessu í kring?“
„Hafið þolinmæði, kæri vinur, þolinmæði segi eg, því að
Scrope lávarður er mjög fjár þurfi. Gögnin verða í mínum
höndum á morgun um þetta leyti, hvað sem hinn töfrandi
„betri helmingur" lávarðsins segir eða gerir. Já, það veit sá
sem allt veit, að hún er í sannleika langt fyrir sunnan og ofan
hann. Hvílíkt hár, gullið — og tillitið lokkandi — væri eg
skáld —“
„En yður vantar neistann, Twily; mergurinn málsins er,
ao Scrope féllst á að selja — og kaupverðið?“
„Þrjú hundruð gineur. Hann tók mínu fyrsta boði — án
umhugsunar.“
„Var hann rykaður — kannske drukkinn, mjög drukkinn?"
„O-jæja, svona líkt og vanalega, en meðal annara orða,
kæri Róbert, þótt þetta séu reyfarakaup, eins og stundum er
að orði komizt, hvað ætlið þér að gera við Wexford Mill,
þessar ljótu rústir og tjörnina skuggalegu og ljótu, —r- eg botna
sannast að segja ekkert í því.“
„Auðvitað ekki,“ sagði Sir Róbert ánægjulegur á svip. „En
það get eg sagt yður, að eg kaupi eignina í ákveðnum tilgangi,
sem öllum er hulinn nema mér sjálfum. Þessar rústir, þessi
tjörn, sem skuggi bölvunar hvílir yfir — þetta verður aðeins
byrjunin!“
„Það er meiri leyndin yfir þessu, kæri vinur, — þér hafið
þó vænti eg ekki morðáform í huga?“
„Twily, í hreinskilni spurt, hvað eruð þér að fara með þess-
um fyrirspurnum?“
„Eg á við það, að það er eitthvað óhugnanlegt, dularfullt
við þennan stað, — hann væri tilvalinn til þess að fremja
ódæðisverk. Og eins og þér munið var Júlían heitinn Scrope
veginn þar, — og raunar fleiri, og eg yrði ekkert hissa á því,
þótt fleiri verði vegnir þar, um það er lýkur, því að þetta er,
að því er virðist staður illra örlaga, staður, þar sem menn verða
að hlíta dómi illra örlaga.“
„Haltu þér saman, helvítið þitt,“ æpti Sir Róbert og var