Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 212
260
RÖKKUR
unum! Hamingjari góða, hvað hefir gerst, þú verður að segja
mér allt af létta — og það í skyndi. Og vertu ekki með neinar
málalengingar!“
Hann lét að orðum hennar og sagði henni frá því, sem gerst
hafði í stuttu máli. Og er því var lokið, var í fyrstu, sem her-
togaynjan gæti engu orði upp komið. Hún starði á Sam undr-
andi, en sá engan geislabaug, né heldur votta fyrir vængjum
á öxlum hans, eins og kannske hefði mátt ætla, eftir svip
hennar að dæma, en er hún loks kom upp orði sagði hún:
„Ef framkoma þín í garð konunnar þinnar væri ekki slík
sem reynd ber vitni, mundi eg ætla þig engil í mannsmynd,
já, þetta er víst að „elska óvini sína og gera þeim gott, sem
hata mann og ofsækja“ — og slíkan óvin sem þann, er hér
er um að ræða.“
„En eg elska hann ekki, fjarri því, og hefi auk þess megn-
ustu fyrirlitningu á honum.“
„Vitleysa, þú hefir fengið mestu mætur á manngarminum,
hvað sem þú segir.“
„Eg sagði ekkert í þessa átt.“
„Nei, nei, veit eg það, en það er nú svona — en öll hans
framkoma — er hann lét ræna barni þínu og lagði heimili
þitt í rústir, er slík, sem við mátti búast. Eg þekki hann frá
fornu fari, og veit hve heiftugur og hefnigjarn hann er. Og
segðu mér nú, ætlarðu að láta hann, lifandi eða dauðan,
hrósa lokasigri — og aðskilja þig og Andromedu að fullu?
Hvað ætlarðu að halda lengi áfram að kvelja hana og láta
hana þjást?“
„Eg hefi ekki kvalið hana og á ekki sök á þjáningum henn-
ar,“ sagði hann brosandi, en á þann hátt, að það kom ónota-
lega við hana. „Hún kvelst af þeim hroka miskunnarleysisins,
sem hún hefir gefið sig á vald. Hún hefir sært mig með hroka-
fidlri framkomu sinni — og gert mig að athlægi — svo að
menn skrafa um mig sem hinn „yfirgefna eiginmann“. — Og
nú biður þessi fyrirlitni maður um meira í bollann."
Hertogaynjan horfði á Sam eins og hún tryði ekki sínuna
eigin augum:
„Eg hefði aldrei trúað því, að þú gætir mælt svo, Sam.“
„Svona,“ sagði hann og glotti svo að skein í tanngarðinn, —
„svona er það, sem hið heilaga hjónaband hefir farið með mig,
og eg —“
í þessu var barið hægt að dyrum, og að fengnu leyfi gekk