Rökkur - 01.06.1952, Side 199
R Ö K K U R
247
hóstakviður. Og það var engu líkara en að honum væri dauð-
kalt, þótt heitt væri í veðri.
Loks kom hann að garðhliði. Hann batt hestinn, er hann
hafði stígið af baki, og virti fyrir sér garðinn, sem var baðað-
ur í sólskini og gat þarna að líta mergð litfagurra blóma.
Markgreifinn hafði brotið saman vasaklút og þrýsti honum
að skotsárinu, og hneppti að sér vesti og jakka, og var aug-
ljóst að manninn sárkenndi til, og að ekki mundi tjóa fyrir
hann að leyna því lengur, að hann var langt leiddur. En hann
stappaði í sig stálinu og gekk leti- og kæruleysislega eftir
steinlögðum stíg heim að húsi inni í garðinum, og með brosi
á vör yrti hann á frú Jennings, er kom til dyra:
„Frú Jennings, kona góð,“ sagði hann, „mig langar til þess
að fá leyfi til nokkurra mínútna viðtals við lafði Scrope —
það er mjög áríðandi, — treystið mér, — eg mun ekki tefja
hana lengi.“
Hvernig sem á því stóð hikaði nú þessi milda, viðkvæma
kona, sem mæta vel vissi hvern mann Twiley markgreifi hafði
að geyma, því að Cecily hafði sagt henni frá honum. Ekki gat
hana grunað hvernig komið var fyrir honum. Hann var að vísu
fölari en vanalega, en hann bar sig vel og var alúðlegur og
broshýr, og framkoma hans með nokkrum glæsibrag, og ekki
gat hún séð þess nein merki á fötum hans, að hann væri sár,
og hafði hún því enga hugmynd um, að líf hans væri að fjara
út. Hún bað hann ekki að hverfa á brott sem skjótast, heldur
gekk hún til hans, næstum með útbreiddan faðminn, til þess
að hugreysta hann. Hvers vegna? Ósjálfrátt lagðist það kann-
ske í hana, að eitthvað meira en lítið væri að, kannske vegna
þess, að hún hafði átt son, sem hafði lent á villigötum, og
dáið ungur, kannske vegna þess, að móðureðli hennar var ríkt
og henni fyrirgefningarþráin í brjóst borin.
„Herra minn,“ sagði hún, „eg held, að þér ættuð að koma
inn — eg bið yður að koma —“
„Frú mín,“ sagði hann með veiku brosi á vör, „þér eruð vin-
semdin sjálf og hjartagæzkan — og eg þakka yður af grunni
hjartans. En eg held, að mér muni líða betur hérna úti í garð-
inum. Hann er mjög fagur á góðviðrisdegi sem þessum. Eg hefi
alltaf unnað blómum — þótt mér skildist það ekki fyrr en
núna.“
Svo gekk hann hægt og kæruleysislega að vanda að bekk í
garðinum og hneig þar niður eins og hann væri úttaugaður