Rökkur - 01.06.1952, Page 207
R 0 K K U R
255
að taka ákvörðun um sína hingaðkomu til Wrybourne Feveril,
sem er hús en ekki heimili, en faðmur eiginmanns hennar mun
ekki bíða hennar opinn, fyrr en hún upprætir hrokann úr hjarta
sinu og gerir úrbót fyrir grimmd sína og óréttlæti. Þetta eru
mín lokaorð.
Eg hjari hér í minní friðsamlegu einveru og, þegar á allt er
litið, slampast allt nokkurn veginn af. Segðu Rowenu, að
mér sé það mikið gleðiefni, að Harry sé kominn til mín aftur,
og gamla húsið bíði hennar og telpunnar hennar litlu. Eg
óska henni til hamingju og vona, að hún komi undir eins og
hún er ferðafær.
Og nú, kæra hertogafrú, því ekki að heimsækja þrjótinn
Sam, sem bíður sinnar gömlu, tryggu vinkonu, reiðubúinn að
fagna henni af öllu hjarta.
Wrybourne,
Sam.
XL. KAPITULI.
Vinafundur.
Enn leið vika og Sir Robert „sveif milli heims og helju“,
eins og Little læknir orðaði það. Elisabeth MeGregor vakti
yfir honum og stundaði hann af svo frábærri umhyggju, að
f.iórar hjúkrunarkonur, sem henni voru til aðstoðar, fengu
sjaldnast nærri að koma. Little læknir hafði fengið hina mestu
aðdáun á fórnfýsi og dugnaði Elisabetar og var það honum
gleðiefni, er hann loks gat skýrt Sam góðviðrisdag nokkurn
frá því, að Elisabet hefði fallist á að fara klukkustundar öku-
ferð eða svo, sér til hressingar í góða veðrinu.
„Fyrirtak,“ sagði jarlinn, „hún verður að aka í opnum
vagni. Eg skal sjá um, að hann verði til taks. — Hvernig líður
Sir Robert í dag?“
„Þarna kemur þá frú McGregor í eigin persónu. Hún getur
frætt yður um það miklu betur en eg. Segið vini okkar, jarl-
inum, að nú miði í rétta átt. Sjálfur ætla eg að skreppa til
hans á meðan.“
Elisabet virtist nokkru horaðri og fölari en hún átti vanda
til, og var hún þó hressileg að vanda.
„Jæja, lávarður minn,“ sagði hún og lét fallast hægt niður
í hægindastól, „víst miðar nú í rétta átt, og eg er yður af