Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 68
116
HOKKUR
en ekki varð hann neins var, og er út úr skóginum kom varð
hann léttbrýnni, veikt bros lék um varir hans, og hann hvatti
reiðskjótann, og fór greitt þar til hann kom að sveitarsetri
frænda sins.
Þar, við hesthúsin, kom gamli yfirhestasveinninn á móti
honum, og rétti Sam honum þegar höndina, en nokkur dráttur
varð á, að Tom rétti honum sína, því áð honum fannst viðeig-
andi, þótt óþarft væri, að þurrka hana á buxnaskálminni.
„Góðan daginn, Tom, hvernig er heilsan?“
„Þakka yður fyrir, lávarður minn, í bezta lagi. Eg er spræk-
ur eins og strákur og er það mér gleðiefni að sjá yður, lávarður
minn.“
„Hvar er Ralph?“
„Þarna yfir í hesthúsinu. Eg skal gera honum aðvart —“
En í þessum svifum kom Ralph stikandi, ygldur á brún.
Hann rétti úr kraftalegum öxlunum og það var eitthvað í svip
hans og framkomu, sem gaf til kynna, að hann væri til alls
búinn. Hann benti yfirhestasveininum að víkja til hliðar, því
að hann var reiður yfir hve brosleitur hann var, er hann
fagnaði Sam.
„Jæja, göfugi og dyggðugi lávarður, jarl og frændi, —
hverra erinda kemur þú? Hvar í helvítinu er þessi kona mín?“
„Aha, orðinn drukkinn svona snemma dags,“ sagði Sam með
fvrirlitningu.
„Það stendur ekki á móðgununum þínum! Svaraðu spurn-
ingu minni, hvar er Cecily, eg ætti að hafa rétt til vitneskju
um það, þar sem hún er kona mína.“
„Satt er það,“ sagði Sam og kinkaði kolli, „hún er það, vesa-
lingurinn, og það er það, sem veldur mér áhyggjum.“
„Hví skyldi það valda þér áhyggjum?“ spurði Ralph nap-
urri röddu.
„Vegna þess, að eg átti hlut að máli, að þið urðuð hjón —
sem aldrei skyldi verið hafa.“
„Farðu fjandans tli — og láttu í ljós áhyggjur þínar annars-
staðar en hér. Ríddu heim þegar í stað og sæktu hana, heyr-
irðu hvað eg segi?“
„Vissulega.“
„Jæja, ætlarðu að ríða eftir henni?“
„Kemur ekki til mála.“
„Þá skal e'g svo sannarlega fara sjálfur og sækja hana.“
„Þú ferð hvergi þeirra erinda.“