Rökkur - 01.06.1952, Side 336
384
RÖKKUR
Brátt var sjónleiknum lokið, en nú kom þarna umferðar-
prédikari, sem krafðist þess að prestarnir væru reknir úr kirkj-
um sínum, því að þetta „væru sömu prestarnir undir nýju
nafni“, og hver fullorðinn maður, sem fyndi hjá sér guðlega
köllun, skyldi prestur vera án vígslu, og þar fram eftir götun-
um, páfann kallaði hann „gamla páfann“ og „anti-Krist“, og
var Katrínu nóg boðið sem geta má nærri, en hún gætti þess að
láta á engu bera og var glöð yfir, að þótt hún væri í margmenni
grunaði engan, að hún væri stúlka. En að lokum þreyttust
menn svo á prédikaranum, að menn tóku hann og dýfðu hon-
um í tjörn þar skammt frá, til þess að kæla í honum blóðið.
Þegar svo var komið þóttist Katrín örugglega geta haldið
áfram ferðum sínum. Ball, hesturinn hennar, hafði fengið
tveggja klukkustunda hvíld, og var nú ólíkt fjörugri. Þennan
dag komst hún til Cookfield. Þar varð hún að vera um nóttina.
Þegar hún fór frá Conster hafði flögrað að henni, að sofa undir
berum himni að næturlagi, en nú sá hún fram á, að hún yrði að
hafa hestinn í húsi um nætur, auk þess sem hún hafði komizt
á snoðir um, að allskonar lýður var á ferli á næturna, og því
áhætta fyrir hana að vera á ferli þá. Þegar hún fór um Ash-
down-skóginn hafði hún séð heilan hóp flakkara, sem slegið
höfðu upp tjöldum, og var hún fegin því, að skammt á undan
henni var enskur herramaður á ferð með fjölskyldu og þjóna-
lið á leið til Billinghurst.
I gistihúsinu þar ætlaði að reynast erfitt fyrir hana að fá
inni, því að hún var ein og hafði engan farangur, en af því að
hún bauðst til að greiða fyrir gistinguna í gulli, hafði hún sitt
fram, en ekki fekk hún nema lítið súðarherbergi með rúm-
skrifli í til vistarveru. — Ekki neytti hún neins um kvöldið,
því að hún vildi ekki hætta á, að hafa samneyti við fjöldann
í veitingastofunni, — var ekki örugg um hæfni sína til að leika
pilt þar. En þetta kom ekki að sök, því að hún hafði neytt
af nesti sínu skömmu áður en hún baðst gistingar.
Daginn eftir, þegar hún var að klæða sig, fann hún til meira
öryggis en áður. Hún var búin að venjast fötumun og komst
á þá skoðun, að engin ástæða væri til að ætla, að aðrir grun-
uðu hana. Hún keypti sér könnu af öli, áður en hún lagði af
stað, og gaf sig á tal við miðaldra mann í veitingastofunni og
rabbaði við hann góða stund. Kvaðst hann vera á leiðinni til
Devon til þess að fá atvinnu í járniðnaðinum. Framtíð Eng-
lands væri undir járni, en ekki korni, komin, sagði hann.