Rökkur - 01.06.1952, Side 183
RÖKKUR
231
„Og án þess að skrifa mér tvær línur að skilnaði, hvað þá
meira.“
„Ó-jú, hún skrifaði þér mörg skilnaðarbréf, en reif þau í
tætlur eins og hin, því að hún sagði við mig: Anna frænka,
— jæja Sam, þú kærir þig ekkert um að vita hvað hún sagði,
eins og þú ert nú skapi farinn.“
„Gjarnan vil eg heyra það. Hvað sagði hún?“
„Eg segi það ekki, nema þú setjist aftur.“
Sam gerði það, en með tregðusvip, og hún gaf honum horn-
auga, virti fyrir sér hörkulega munnsvipinn, hnyklaðar brúnir.
„Það er heldur en ekki jarlssvipurinn á þér núna, Sam,“ sagði
Anna frænka og andvarpaði.
„Eg dáist að því hve gæflyndur eg er — eg sá tillitið, sem
þú gafst mér, Anna frænka.“
„Hvernig á eg að vera á svipinn svo þér líki —?“
„Eins og eg, eg —“
Og í sömu svifum hætti Sam að hnykla brúnir og það fór
að votta fyrir brosi á vörum hans og þá kinkaði gamla konan
kolli.
„Jæja, þetta verður víst að duga, svo eg skal halda áfram.
Andrómeda sagði við mig, þegar hún var að stíga upp í póst-
vagninn mikla, sem fjórum hestum var beitt fyrir: „Eg veit,
að eg er að taka örlagaríka ákvörðun, að fara frá honum, þótt
eg skilji hann eftir í þinni umsjá — æ, þótt eg verði að fara,
tekur mig sárt að vita af ykkur hér í þessari miklu höll, sem
er nú kuldaskuggum vafin — svo sólin nær jafnvel ekki að
verma mann í nánd hennar. En eg svaraði: „Það er svo ástin
mín, okkur finnst þetta stundum, og óneitanlega eru oft kulda-
næðingar í sveitum gamla Englands, en hvergi er þó betra
að vera en þar, og þar sem skuggar eru, er líka skin.“ „Mér
virðist hér vera um að ræða skugga illra örlaga —“ sagði
hún, og svo kyssti hún mig og brátt var póstvagninn horfinn.“
„Hún minntist ekki einu orði á mig?“
„Hún nefndi ekki nafn þitt, Sam.“
„Fyrst svo er,“ sagði hann, „veit eg hvað eg geri. Fari það
bölvað.“
Hann spratt á fætur.
„Gættu þess nú, að flana ekki út í neitt, sem bölvun fylgir.“
„Eg hætti á það,“ sagði hann. „Eg fer aftur á sjó.“
„Vitleysa, farðu nú ekki að flana að neinu, þú hefir snúið
baki við öllu slíku.“