Rökkur - 01.06.1952, Page 345
RÖKKUR
393
hans og augu hans hvíldu á henni andartak og hún var sann-
færð um, að hann hlyti að hafa séð hana. Þá sá hún allt í einu,
að maður nokkur, sem stóð nálægt aftökupallinum, lyfti
hendi sinni, Francis Edward virtist stara á hann og maðurinn
tók allt í einu ofan hatt sinn en presturinn leit undan skyndi-
lega, er böðullinn lagði sínar blóðugu hendur á hann. Á næsta
andartaki bugaðist hann, hneig niður og baðst miskunnar.
,,Ó guð minn góður —,“ hrópaði Katrín, ,,guð, faðir minn —“
Allur mannsöfnuðurinn rak upp óp sem í kór og hún bjóst
við, að síra Edward mundi verða borinn að gálganum, en á
næsta andartaki sá hún að eitthvað allt annað var að gerast. —
Þrír svartklæddir menn sem staðið höfðu á aftökupallinum
hjá dómurunum, sem viðstaddir voru, gengu fram, og henni
flaug í hug, að þetta mundu vera mótmælendaprestar. Þeir
gengu að síra Edwards, sem nú var farinn að selja upp. Hún
vissi, að þeir voru að bjóða honum líf, því að þeir bjuggust
við, að örmagna og sárþjáður mundi hann nú afneita trú sinni.
De profundis clamavi ad te, Domine: Domine,
exaudi meum — ó, guð hjálpaðu honum, ó, guð hlífðu
honum, ó, guð — láttu hann heldur glata lífinu en afneita trú
sinni .... Domine, Domine éxaudi vocem meum.“
Ópin gullu við frá múgnum — með og móti.
„Alveg rétt — alveg rétt — vertu mótmælandi og þú færð
að halda lífinu.“
En aðrir æptu:
„Treystið aldrei Jesúíta — ef þið sleppið honum eitrar hann
fyrir okkur öll.“
Köllin sameinuðust að lokum í eitt reginkall, óskiljanlegt
með öllu, en í eyrum hennar kvað við: Miseri mei, miseri mei
— og hún vissi ekki, að það var rödd hennar sjálfrar sem hún
heyrði.
45.
„Herra, þér talið latínu!"
Katrín kipptist við, er svo skyndilega var mælt við hlið
hennar, og leit niður, er hún sá mann kominn á móts við hana,
en hún hafði þrætt bakkana í hágresinu við lækinn. Hún ætl-
aði að knýja hest sinn áfram með því að slá í hann, og hann
mundi hafa henzt áfram, ef hann hefði ekki gripið í beizlis-
stengurnar, með sólbrunninni, sterklegri hendi.