Rökkur - 01.06.1952, Side 171
RÖKKUR
219
rauninni Sam líkt. En einhver leið hlýtur að vera út úr ó-
gongunum — og hana verðum við að finna.“
„Já,“ sagði Cecily og neri saman höndunum, „já, við verð-
um að gera það, en það er svo erfitt, Andromeda er aðalskona
i merg og bein — og ógurlega stolt — undir niðri.“
„Að vísu —“
„Og ef hún heldur, að Sam elski mig, getur Sam einn sann-
fært hana um, að það sé heimskulegt að ala nokkurn grun um
það.“
„Mjög líklegt. Þess vegna ættum við kannske að tala við
hann fyrst — en nú er það ekki hægt, af því að hann er harmi
lostinn vegna barnsins. Ó, Guð minn góður, hvílík flækja. Við
verðum að hugsa málið, biðja og vona.“
„Góðan dag, frúr mrnar,“ var allt í einu kallað skrækum
rómi fyrir utan opinn gluggann, og kom þetta konunum svo
óvænt, að þær kipptust við. Þarna var kominn Toop gamli,
hinn fjörlegi og furðu spræki öldungur, sem allt vissi og allt
kunni, og m. a. hafði kennt Sam að handleika orf og ljá. Hann
var nú óvanalega vel búinn, tók ofan hattinn og heilsaði þeim
virðulega:
„Frú Jennings, kona góð, eg sé að þér munuð fá afbragðs
uppskeru af hvítkáli í ár, en það þarf að hreinsa arfann úr
rófugarðinum, og að því er hreðkurnar snertir, verður að eta
þær tafarlaust, ella verða þær ónýtar. Annars kom eg ekki til
þess að spjalla um þetta, heldur til þess að segja markverð
tíðindi.“
„En því þá að vera að draga það, herra Toop?“
„Kæru frúr,“ sagði Toop hátíðlega, „eg er hingað kominn
til þess að segja ykkur, að barn jarlsins er fundið!“
„Guði sé lof,“ sögðu þær, eins og úr sama barka.
„Og heiðurinn, frúr mínar, heiðurinn fellur engum öðrum
i skaut en manni nokkrum, sem var ósmeykur að beita hnef-
unum — og maðurinn — þessi vaskleika maður var enginn
annar en eiginmaður yðar, lafði Scrope — hann bjargði drengn-
um, kom eins og ein af hetjum Nelsons úr orustunni við Tra-
falgar. og blóðugur var hann, það get eg sagt ykkur. Nú,
kallið þið þetta ekki fréttir?“
„Segið okkur meira, góði, gamli William, eg meina herra
Toop,“ sagði Cecily og studdi olnbogum í gluggakistuna. „Von-
andi var blessaður drengurinn ekki mikið meiddur?“
„Drengurinn — hann var eins frísklegur og fífill í túni.“