Rökkur - 01.06.1952, Side 218
266
RÖKKUR
löngu, en þó á þann hátt, að öllum hefði átt að vera til góðs —
og er nú orðið það. Og nú, Ralph —“
En nú, eins og ekki hefði þurft nema að nefna nafn hennar,
birtist Cecily allt í einu, í reiðfötum og með fjaðrahatt á höfði,
og var auðséð á því hve rykug hún var, að hún hafði riðið til
Wrybourne Feveril í skyndi.
„Hvað er þetta, ert þú komin?“ sagði Ralph og breiddi út
faðm sinn mót.i henni. „Þú hefir grátið?“
„Ó, já, elsku Ralph, því að — ó, Sam — eg kom til þess að
segja ykkur, að það var skotið á Twiley markgreifa — og hann
er látinn, — hann dó í örmum mér og játaði allt á sig, að
hann hefði skrifað nafnlausu bréfin — barnsránið -— og með-
sekt í morði, en eg veit, að hann iðraðist gerða sinna á dauða-
stundinni, og þess vegna gat eg beðið til guðs á þeirri stund,
er hann gaf upp öndina, að miskunsamur faðir vor allra tæki
hann í sitt ríki — og nú, ó, eg bið fyrir ykkur báðum, vinir
mínir, að ykkur megi lærast að elska hvor annan — að vera
bræður en ekki fjandmenn — og takist nú í hendur.“
Og með styrkum höndum greip hún um hendur þeirra beggja
og lét þá takast í hendur og innsigla þannig sín í milli varan-
legt traust og vináttu.
XLIIT. KAPITULI.
Jane skrifar boðsbréf.
Jane sat á hásæti úr koddum uppi í rúmi hins særða manns
og lét dæluna ganga, en það var sem litur væri farinn að koma
i kinnar hans og augu hans ljómuðu, er hann hlustaði á sak-
leysislegt tal hennar. Hin unga rödd hennar lét honum eigi
síður vel í eyrum en svartþrastarins forðum sem söng gleði-
söng sinn til alls, sem fagurt er, og eins varð honum æ ljósara
nú, er hin unga rödd hljómaði í eyrum hans, að litlu skiptir
um auð og völd, en það sem máli skiptir er, að geta notið hins
fagra, sem lífið hefir að bjóða — og að betra getur verið að
eiga ást barnshjartans en hylli konungs.
Þannig reis þá Sir Robert Chalmers upp frá dauðum, ef svo
mætti segja til nýs og betra lífs.
Og nú hallaði Jane sér allt í einu til hans og spurði í barns-
legri einlægni: