Rökkur - 01.06.1952, Side 42
90
RÖKKUR
hverju sinni. — Er þetta nægilega skýrt og skilmerkilegt?“
„Svo skýrt, að eg neita algerlega að hlýða þessum fyrir-
skipunum."
„Fari í helvíti,“ hrópaði Sam, „þér neitið algerlega að hlýða
húsbónda yðar og —“
„Alveg rétt, lávarður minn,“ sagði Standish og krosslagði
hendurnar á brjóstinu harður og ákveðinn á svip, „og eg
skil ekki hvernig þér getið ætlast til þess af mér, að eg hlýði.“
„Höfuðástæðurnar eru tvær, Harry. f fyrsta lagi vegna þess,
að hér er um að ræða mál, sem mig einan varðar. Og í öðru
lagi er það vegna Rowenu, hinnar ungu konu yðar —“
„En, Sam, hún mundi verða fyrst allra til þess að biðja mig
að veita yður lið, hversu ískyggilega sem horfði. En það vitið
þér.“
„Já, eg veit það — og guð blessi hana. Þrátt fyrir það skal
aldrei til þess koma, að maðurinn hennar hætti lífi sínu vegna
þess, að gamlir fjandmenn koma til sögunnar og troða illsakir
við mig. Og þetta er lokaorð mitt um þetta.“
„En Sam?“
„Eg sagði lokaorð, Harry. Ef Chalmers vill hætta til þeirri
höndinni, sem hann á eftir, þá hann um það, og þá vona eg,
að þér verðið einvígisvottur minn. En grípi hann til annara
ráða, noti Twiley til þess að óvirða mig og ófrægja, þá látið
þér kyrrt liggja. Gætið þess umfram allt að gera ekkert, sem
gæti leitt til einvígis. Lofið mér því að viðlögðu drengskapar-
orði.“
„Og ef eg neita?“
„Þá, Harry, vinur minn, verða leiðir okkar að skilja.“
Enn einu sinni spratt Standish úr sæti sínu, gekk út að glugg-
anum og starði út, langa stund, ygldur á svip.“
„Svona, Harry vinur minn,“ sagði Sam nú hlýlega, „heitið
mér þessu, því að það veit guð, að það yrði mér þungbært
að sjá á bak yður.“
Standish snéri sér við, hikaði, gekk svo fram með útréttar
hendur og mælti:
„Já Sam, kæri lávarður — það verður þá svo að vera, en
lofið mér því í móti, ef þér lendið í einhverri hættu og þurfið
aðstoðar við, að kveðja mig til, og eg skal bregða við hvernig
sem ástatt er, — en það mundi eg raunar gera hvernig sem
ástatt væri. En eg vil heyra það af yðar munni, að —“
„Gott og vel, það skal eg gera, Harry.“