Rökkur - 01.06.1952, Síða 195
ROKKUR
243
þótt hann enn yrði mann eða menn að vega. Er hann nú bar
pelann að vörum sér hrökk hannn allt í einu í kút og miðaði
skammbyssunni að opinu, þar sem eitt sinn höfðu hurðir
verið, og beið með fingurinn á gikknum. Engin hreyfing var
sjáanleg á honum — fyrr skyldi hann vega en að snörunni
yrði brugðið um háls honum. Hann starði á runnana, sem
voru í nokkurri fjarlægð frá mylnuopinu. Loks var sem hann
yrði rórri. Hann fekk sér einn sopa og stakk pelanum í vas-
ann, og bölvaði um leið, því að hann var skjálfhendur, og dá-
lítið hafði farið til spillis, er hann fekk sér sopann. En aftur
kipptist hann við og andvarp sem var urri líkast kom frá
vörum hans og enn greip hann skammbyssuna, en brátt var
sem honum létti, því að blístrað var á kunnuglegan hátt. Það
skrjáfaði í runnunum og Jim flakkari kom í ljós, og var hann
enn tötralegri og ræfilslegri en hann áður var, og undir loð-
húfubarðinu sá á óhreint og blóðugt bindi.
„Jæja,“ sagði Bellenger og lækkaði skammbyssuna og mælti
ótt og títt, „jæja, maður — hvað er í fréttum? Góðar fréttir
— eða hvað?“
„Eg veit ekki, herra, eg er smeykur um ekki, því að þessi
bölvaður rauðbrystingur er á flögri kringum okkur.“
„Eg veit það, mér er vel kunnugt um það —of vel vildi eg
næstum sagt hafa. En hinir tveir lögreglumennirnir — vita
þeir hvað gerðist — og — og hafa þeir keyrið?“
„Ójá, kerli mín hefir komið því til leiðar, að jarlinn er undir
grun — vinur færði þeim keyrið og þeir hafa hagað sér eins
og gera mátti ráð fyrir.“
„Þeir hafa þá tekið hann fastan — sett hann í fangelsi?“
„Nei, herra, hann er ekki í fangelsi.“
„Nei, því i djöflinum ekki?“
„Það er allt þessum Shrig að kenna. Eg er alveg sannfærð-
ur um, að bezt sé að hypja sig úr Sussex hið fyrsta.“
„Nú, hvers vegna ertu þá að flækjast hér? Hvern þremilinn
viltu?“
„Það, sem eftir er af því sem mér var lofað fyrir þátttökuna í
barnsráninu.“
„Það þýðir ekki að krefja mig um það ólánsfé.“
„Nei, herra, en markgreifann, og hann segist koma hingað,
sannast að segja stefndi hann mér hingað, svo að eg —“
„Já, já .... eg á von á honum líka. Hann hefði átt að vera
kominn fyrir löngu. Hvað getur dvalið hann?“
16*