Rökkur - 01.06.1952, Side 297
RÖKKUR
345
hún geigs vegna grunsins, sem hún bar í brjósti til hans. En
hún bældi niður óttann. Hún varð að gera það — og halda fast
við áform sín.
Þegar hún læddist upp veitti hún því athygli, að leikið var á
gígju í lítilli einkastofu móður hennar. Aftur varð hún slegin
ótta, en hrakti hann á flótta. Hún varð að'sofa — ella yrði of
þungt yfir henni daginn eftir.
Þerna hennar beið eftir henni í herbergi hennar, en hún bað
hana að fara að hátta. Hún gat komizt úr kjólnum hjálpar-
laust og hún vildi ekki, að neinn væri viðstaddur, er hún tæki
úr barmi sínum talnabandið sitt og bréfið, sem hún hafði ný-
fengið. Það var annars talnaband Simonar, hún hafði gefið
honum sitt, og hann henni sitt, er hann fór — og hún kyssti það
tvisvar, fyrst með hugann á hæðum, svo með hugann hjá bróð-
ur sínum, og stakk því undir koddann. Og svo las hún bréfið
aftur: „Elsku Katrín — elsku systir mín —“, orðin voru þegar
greypt í hjarta henni, hvert orð í bréfinu, og hún gat lesið þau
gullnu letri löngu eftir að slokknað var á kertinu.
Hún var að hugsa um hvort hún hefði átt að sýna móður
sinni bréfið — en einhvern veginn var það svo, að hún gat ekki
fengið sig til þess að fara inn í einkastofu hennar — það gæti
truflað sálarfrið hennar .... og svo minntist hún þess, að for-
eldrar hennar máttu ekkert vita um neitt bréf, fyrr en presturinn
væri farinn — ella gætu þau getið sér til, að hann hefði komið á
fund hennar. Það fór eins og kuldahrollur um hana, er hún
hugleiddi hve nærri hafði legið, að hún sviki þau í Fuggesbroke.
Það var kannske rétt af Mary Tuktone að ala grunsemdir í garð
hennar — en hún vildi ekki hugsa um Mary Tuktone ,nú.
Hún lá í rúminu, hallaði sér aftur, og handlék talnabandið
og leitaðist við að sofna. Hún heyrði ekki hljóðfærasláttinn eins
greinilega og áður og hugur hennar kvaldist — nei, aðeins
skamma stund — hugleiðingar um ást náðu ekki tökum á henni
lengur. Hið illa áhrifavald ástarinnar náði ekki til hennar.
Hugur hennar leið á vængjum bænarinnar að hásæti Guðs, með-
an veikir ómar gígjunnar, sem leikið var á viðkvæmt lag frá
Tallys eða Tye bárust til hennar.
23.
• Þegar hún vaknaði fannst henni vera bjart um himin allan
og hún hugði í svip, að hi'm heföi sofið yfir sig, og að hún mundi
ekki komast til Fuggesbroke í tæka tíð. En henni létti, er hún