Rökkur - 01.06.1952, Síða 60
108
RÖKKUR
vegna þeir gerðu það, — vafalaust vegna þess, að eg hefi ör-
lög þeirra í þessari hendi minni.“
Og Sir Robert skók hinn sterklega hnefa heilbrigðu hand-
arinnar.
„En þín vegna og þeirra vegna ættirðu nú ekki að vera að
steyta þennan hnefa þinn, Robert. Láttu þessa menn sigla sinn
sjó.“
Það munu þeir fá, en ekki fyrr en þeir hafa innt af hendi
það hlutverk, sem eg ætla þeim — þeir skulu fá að þjóna mér
dyggilega — hundarnir.“
„Og hvaða hlutverk ætlarðu þeim, Robert.“
„Þú getur reynt að geta þér þess til, Elisabet!"
„Auðvitað rennir mig grun í það, heimskinginn þinn. Þú
ætlar að nota þessa mannræfla, sem þú getur snúið sem snældu
í kringum þig, af því að þeir óttast þig, til þess að hefna þín
á fjandmanni þínum, jarlinum. Og hvers vegna hatarðu hann
svo ákaft? Jú, vegna þess að hann sneið sundur handlegg þinn
í heiðarlegum bardaga. Og minnstu þess, að með þessum sama
bandlegg hafðirðu. margt illt verk unnið — banað mörgum
góðum dreng, svo að ástvinir þeirra voru harmi lostnir.“
„Ó, fari í helvíti,“ sagði Sir Robert og spratt á fætur eins
og í æði og stikaði fram og aftur um gólfið, „eg hefi aldrei
barizt að tilefnislausu, eg hefi jafnan haft réttan málstað að
verja. En hvað sem því líður — aðalsmenn hafa rétt til að beita
sverði — æ, þú skrafar sem gömul, fávís kona —“
„Ó-já, sem lífsreynd, gömul kona, en af gamalli Háskotaætt,
sem kunn er fyrir hollustu sina. Og — á stundum er eg skygn.
Og þess vegna vara eg þig við að framkvæma hefndaráform
þm, Robert — hættu við þau, eða þú munt reyna, að „sér
grefur gröf þótt grafi“. Þú átt nú aðeins um tvær leiðir að
velja, önnur liggur til nýs og betra lífs, hin til hefnda og öm-
Lrlegra örlaga. Og sá, sem á völina á kvölina, Róberý.“
„Og eg kýs veg hefndarinnar,“ tautaði hann.
Hún hneigði höfði vonleysislega og lagði saman hendur sín-
ar sem í bæn.
„Jæja, jæja,“ andvarpaði hún, „en þú munt uppskera eins
og þú sáir, Rabbie — og eg, hin gamla, fávísa kona, mun ein
gráta yfir gröf þinni, því að eg ein þekkti þig, þegar þú varst
elskulegt barn, eg ein veit, að þú hefðir getað orðið mikill og
góður maður.“
Augu hennar voru nærri blinduð af tárum og hún fálmaði