Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 303
RÖKKUR
351
sorgar, það sem kom fyrir pabba — eða mömmu. Kannske
mömmu — og þó kann hún að ná sér og verða eins og hún
á að sér — en pabbi kemur aldrei.“
„Hans verður hefnt?“
„Hver ætti að hefna hans? Okkur er engin stoð í lögum. Ef
bræður mínir reyndu það mundu þeir glata lífi sínu. En ósk-
um ekki hefndar — hann mundi ekki hafa óskað hennar. Hann
var — er — góður. Ó, Kata, eg veit að hann biður fyrir okkur.“
Á þessari stundu gat Katrín engu trúað, ekki vonað neitt.
Sál hennar var þungfleygari en svo, að hún gæti flogið á eftir
Richard til himna. Henni var allt í einu ljóst, að hún varð að
komast burt frá þessu fólki. Sorg hennar olli henni svo mikl-
um sviða, að hún gat ekki verið í nálægð þess.
„Agnes, eg verð að fara heim.“
„Vertu okkur samferða til Colespore.“
„Nei, eg verð að fara. Eg get ekki beðið.“
„Þú ert heppin að eiga heimili, Kata, sem þú getur leitað
til. En þú getur ekki verið örugg — að fara ein ferða þinna.
Enn er nótt.“
„Það er komið undir morgun. Eg verð að komast heim.“
Hún kyssti í skyndi kalda kinn vinstúlku sinnar og hraðaði
sér á braut, — hljóp á braut, eins og hundelt dýr.
25.
Áður en hún var komin heim fann hún þá angan í lofti, sem
boðaði að dagur var að renna. Og er hún leit til austurs yfir
Tillinghamána sá hún, að þess var skammt að bíða, að dagur
rynni. Stjörnurnar voru að hverfa sem í fölri móðu. Hún fann
sárt til þarfar, að sofa, hvílast og gleymta, þótt aðeins væri í
Svip. Höfuð hennar slútti fram og hana verkjaði í alla limi.
Það virtust hundrað stundir liðnar síðan er hún reis úr rekkju
eftir brauði en fekk steina — heita, brennandi steina, slíka,
sem þá er fjöllin spúðu úr hvoftum sér í fjarlægum löndum,
og þar sem lömbin vaxa úr grasi, eins og ávextir á trjám í
öðrum löndum........Hún hnaut tvisvar áður en hún komst
inn á grasflötina við húsið. Þar loguðu ljós og það vakti enga
undrun hennar, að hún kom ekki að luktum dyrum. Vafalaust
voru þjónarnir á ferli. Það skipti engu. Hún þurfti ekki og
ætlaði r“r ekki að dyljast fyrir neinum. Hún gekk upp stigann,
án þess að gera neina tilraun til að fara hávaðalaust, og mætti