Rökkur - 01.06.1952, Side 240
288
RÖKKUR
„Þér farið þangað, ungfrú, — það vita allir hér.“
„Jæja, — kannske eg geri það — en hvers vegna skylduð
þér gera það — þér — tækifærissinni.“
„Já, eg kann að vera það, en hjarta mitt er þar, sem það hefir
alltaf verið.“
„Og hvað er langt síðan, að fæturnir báru yður þá leið, sem
rödd hjartans skipaði?"
„Ekki síðan Pecksall las messu í Leasankirkju sællar minn-
ingar — það eru mörg ár liðin síðan það var. Eg vildi ekki fara
til Fuggesbroke------prestarnir þar voru skeytingarlausari um
eigið líf og limu en eg var.“
„Og hvers vegna viljið þér fara til Fuggesbroke nú?“
„Af því að eg er að verða gamall — verð 69 ára um næstu
jól, og seinustu mánuðina hefi eg haft áhyggjur. Mig langar til
þess að hlýða á heilaga messu sungna áður en eg dey. Eg hefi
beyg af að lifa í þessari nýju trú. Eg vil fara til himna þegar
eg dey, en það er verið að reyna að telja mér trú um, að ekki sé
neitt himnaríki til. Kannske var eg sinnulaus á mínum yngri
árum, og lét allt sem vind um eyrun þjóta, er eg var í kirkju,
en þegar maður fer að verða gamall, ungfrú Katrín, og skugg-
arnir lengjast, fer mann að langa til að skyggnast bak við
tjaldið."
Katrín kinkaði kolli alvarleg á svip.
„Já, eg hefi líka áhyggjur af skuggimum. Eg þrái meira ljós.
Þrátt fyrir birtu trúarinnar er myrkur. Langir eru mánuðirnir
þeim, sem ekki fá tækifæri til að hlýða messu nema á missera
fresti, — það eru nú vel tvö misseri síðan messa var sungin í
Fuggesbroke.“
„Það ætti að vera tími til kominn, að aftur kæmi prestur
hingað.“
„Kannske verður það bráðum. En eg veit ekki hvernig við-
horf Tuktone húsfreyju verður. Henni er ekki um það, að menn
utan hópsins komi. Hún var hálfær af hræðslu í fyrra, þegar
Brown gamli kom frá Piramannys Garden. Hún hélt, að hann
væri svikari sem Júdas.“
„Tuktone húsfreyja veit, að eg er ekki njósnari. Herramað-
urinn veit það og mun tala máli mínu.“
„Það skal eg gera líka. Eg ríð til Fuggesbroke á morgun og
segi þeim, að þér viljið komast í sátt aftur. Þau kunna að vita
hvenær prests er von. En segið ekki orð um þetta hér — ekki
einu sinni við konu yðar.“