Rökkur - 01.06.1952, Side 362
410
RÖKKUR
in — hún hafði aldrei séð nunnur, sem ekki voru bleikar, nei,
nei, eg get það ekki, þótt eg verði til neydd, nei, nei, ekki nú,
því að eg þrái ást, jafnvel ást mótmælanda, nei, nei, ekki nú,
hann, hann — kom níðingslega fram — drap föður minn og
móður mína, ó, guð minn, bægðu þessum hugsunum frá mér.
Hún reis upp við dogg, reyndi að hugsa skýrt. Hún yrði að
ráða fram úr þessu, líklega sætta sig við örlög sín. Ef hún gengi
ekki í klaustur — hvert gæti hún þá farið? Ekki gat hún búið
við þá vanvirðu að búa í Conster og þiggja brauð frænda síns.
Allir mundu vita hvers vegna hún byggi ekki hjá móður sinni.
En til þess mátti hún ekki hugsa. Hjá Simoni gæti hún ekki ver-
ið, því að hann mundi ekki eiga neitt heimili, og hann mundi.
sennilega glata lífi sínu bráðlega. Ó, Simon, Simon, og tárin fóru
að streyma, en þau virtust þorna, hverfa er þau voru runnin
niður á miðjar kinnarnar. Hvers vegna gátu þau ekki búið ein-
hversstaðar í friði, systkinin? Eins og önnur systkini. Hvers
vegna várð hún að loka sig inni meðan hann lifði og háði sína
baráttu? Hvers vegna þurfti trúin að aðskilja þau? Af hverju
kom trú hennar í veg fyrir, að hún gæti ástar notið? Trúin
hafði komið yfir sál hennar eins og heitur vindur sem blæs yfir
eyðimörk og sogaði úr henni lífsþróttinn svo að hún var að
skrælna. Nei, nei, þannig mátti hún ekki hugsa, einhver ósýni-
legur djöfull hlaut að hvísla þessum hugsunum að henni. Guð
minn, vertu borg mín, sverð og skjöldur. Hún yrði að deyja fyrir
trú sína. Hún minntist þess, er þráin hafði vaknað með henni,
að deyja með Simoni, — fullvissa um, að hún gæti séð honum
misþyrmt, séð murkað úr honum lífið, ef aðeins hennar biðu
sömu örlög — ef þau gætu dáið pislarvættisdauða saman.
Hann vildi ekki, að hún stæði við hlið sér á aftökupallinum.
Ef hún væri einhversstaðar örugg og hamingjusöm myndi hann
sjálfur hafa meira þrek til að horfast í augu við misþyrmingu
og dauða. Hún mundi öðlast bressun trúarinnar — hún mundi
njóta allra hinnár heilögu forréttinda, sem hún hafði farið á
mis við. Hún mundi heyra messu sungna á degi hverjum og hún
mundi iðka bænalestur margar stundir dag hvern með þeim,
sem þjáðst höfðu eins og hún, en fundið skjól, öryggi, frið. Hún
mundi setjast að nægtarborði, eftir að hafa hungrað árum saman.
En veizluborð freista ekki ávallt þeirra, sem hafa látið sér
nægja að leggja sér brauðbita til munns undir limgirðingu eða
upp við steininn. Hún hafði í rauninni ávallt verið flökkustúlka
í heimi trúmála og trúarbragða, og nú bar hún beyg í brjósti