Rökkur - 01.06.1952, Side 268
316
RÖKKUR
mætur á. Þar gætu menn, sagði hann við Katrínu, öðlast meiri
vizku, en með því að lesa bækur, og með því að virða fyrir sér
stjörnurnar yrðu menn fróðari en af að lesa stjörnufræðirit.
Hann þekkti nöfn þeirra og brautir og hann aðhylltist skoðanir
St. Austins um það, að mennirnir ættu að boða dýrð guðs, í
stað þess að miða að því, að fá vald til þess að ráða örlögum
annarra.
13.
Þegar að morgunverði loknum reið Katrín af stað heimleiðis
og var vel ánægð yfir því, sem áunnist hafði. Hún hafði gert
það, sem í hennar valdi stóð fyrir Thomas Harman, og treysti
því að Richard Tuktone gæti lægt óttaöldumar í huga konu
sinnar.
Hún var dálítið efins um það, hvort hún ætti að koma við í
Holly Crouch og segja frá því, sem gerst hafði, en komst að
þeirri niðurstöðu, að bezt væri að Tuktone ætti næsta leik, og ef
fundum hennar og Harman bæri saman nú, væri eins líklegt,
að þau færu að deila, vegna steinanna. Hún ætlaði að ríða heim
til Conster.
Nei, það ætlaði hún ekki að gera. Hún hafði allt í einu komið
auga á kirkjuturninn í Leasan, sem gnæfði þar yfir húsaþökin,
í um mílu vegar fjarlægð frá vegamótunum. Henni flaug í
hug að ríða eystri leiðina og heilsa upp á Nicholas Pecksall í
prestsetrinu. Það var rúmur hálfur mánuður síðan fundum
þeirra bar saman, og þótt þau færu hvort sína leið á sviði trú-
málanna, fannst henni allt tómlegt, ef langur tími leið án þess
fundum þeirra bæri saman. — Vinátta þeirra — ef það var þá
rétta orðið, því að þau deildu jafnan mjög — byggðist á því,
að presturinn hafði verið kennari hennar og Simonar. Hvorugt
þeirra systkinanna hafði haft annan kennara. Hann hafði
kennt henni latínu og frönsku, sögu, heimspeki, guðfræði og
stærðfræði, en ekki gat hún sagt með sanni, að hún hefði haft
sama gagn af kennslunni og bróðir hennar, sem var minnugri
og ástundunarsamari. Hún hafði aldrei lagt hart að sér við nám-
ið, — iðulega setið eins og viðutan og horft út um gluggann, og
vafalaust fengið reglustiku-högg mörg á fingurgómana, ef
kennarinn hefði ekki verið maður blíðlyndur og viðkvæmur,
sem engan vildi meiða, jafnvel ekki óþekkan krakka. Hann var