Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 225
RÖKKUR
273
sex, barst ómurinn til þeirra, — til sjúklingsins í rúminu, sem
margir konungbornir menn höfðu hvílst í, og til jarlsins —
Sam sjómanns — sem sat á rúmstokknum hjá honum, og
það var alger þögn, en báðir höfðu þeir ákafan hjartslátt, og
loks sneri Sir Robert höfði að vegg, eins og til þess að fela
andlit sitt, — en hægt, næstum feimnislega lyftist hönd hans,
sem heil var, og Sam var ekki seinn á sér að grípa hana
traustu taki, og enn var þögn, því að hvorugur fékk mælt, en
loks sagði Sam:
„Robert, forni fjandmaður, nú fer ég og sendi Jane til þín
— til þess að bjóða þér góðar nætur með kossi.“
XLV. KAPITULI.
Spurningu svarað.
Póstvagninn hentist áfram. EkiRinn lét hestana fara á
stökki, nema þegar á brattann var að sækja. Hestarnir voru
löðursveittir orðnir. Allt í einu stingur fögur kona höfði sínu
út um gluggann, áhyggjufull á svip og föl, og kallar upp í
vindinn:
„Hraðara, hraðara.“
Fyrir dyrum úti í Wrybourne Feveril, húsinu, þar sem ekk-
ert heimili er, hefir Sam stigið á bak hesti sínum. Hann er
búinn að kveðja. Hann ætlar að snúa baki við öllu. Svo ríður
hann hægt af stað, en hefir ekki langt farið, er allt í einu er
kominn maður að hlið hans, og var það Ned vinur hans, sem
kominn var, og ríða þeir nú samsíða um stund. Það er komið
undir sólarlag. Báðir eru þögulir. Annar raunamæddur á svip,
dökkur og þungbrýnn, en furðu létt yfir hinum.
„Ég verð víst að segja þér það fyrstum manna,“ sagði sá glað-
legi og horfir á hinn skuggalega, „af því að við erum gamlir
skipsfélagar, að við erum að búast við, vona — skilurðu —“
„Hvað?“ sagði sá þungbúni, sem hrökk upp úr hugleiðing-
um sínum. „Hvað sagðirðu? Vona — á hverju áttu von, Ned?“
„Við, Sam, við, öðru til.“
„Öðru til, hvern þremilinn áttu við?“
„Að það fjölgi hjá okkur, nautshausinn þinn.“
„Aha,“ sagði hinn þungbúni og andvarpar. „Öðru til, segir
þú?“
18