Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 59
RÖKKUR
107
og lagði hún þá í kjöltu sér, og starði óttaslegin og agndofa
á Sir Robert.
„Eitur,“ endurtók hún. „Það var þá eitur?“
„Já,“ sagði Sir Robert og kinkaði kolli. „Það var það — að
minnsta kosti hygg eg svo vera.“
„Við getum þá ekki verið alveg viss?“
„Nei, eg hefi ekki neinar sannanir."
„Og hvað var það,“ sagði hún og hallaði sér fram, „sem
vakti grun þinn um þetta?“
„Handleggsstúfurinn var gróinn, eða svo mátti það heita —
en samt varð eg æ máttfarnari, með aegi hverjum, og lækn-
arnir botnuðu ekki neitt í því, þar sem eg að réttu lagi hefði
átt að hressast með degi hverjum. Eg hafði áhyggjur miklar
af þessu, og loks sendi eg eftir þér, Elisabet.“
„Og þegar eg kom lástu fyrir dauðanum,“ sagði hún.
„Já, og það varst þú, sem komst mér aftur á vettvang lífs-
ins“.
„Ó-já, mér auðnaðist það, með guðs hjálp, og svo hjálpaði
það til, að þú ert hraustur að upplagi. En hvers vegna hefirðu
aldrei minnst einu orði við mig á þessar skelfilegu grun-
semdir?“
„Kannske vegna þess, að hér er aðeins um grunsemdir að
ræða — grunsemdir, sem ef til vill hafa ekki við neitt að
styðjast.“
„Eg væri ekkert hissa á þessu, Robert,“ sagði Elisabet, „því
að jafnvel þegar þú varst strákur varstu ertinn og áleitinn og
áttir sjálfur sök á því, að aðrir drengir snerust gegn þér. Og
svo stefndi æ í sömu átt, og þú eignaðist hættulega fjandmenn
— nú sérðu víst, að þrái þinn og stífni hefir komið þér í koll.“
„Já,“ sagði hann, „eg er maður vinalaus, en á sæg fjand-
manna."
„Og sjálfum þér um að kenna — og þér einum.“
„Ertu nú viss um það, Elisabet, kannske eg hafi fæðst án
hæfileikans til þess að afla mér vina — en eg var gæddur
hæfileikanum til að óvingast við menn. Margir hafa óskað mér
fcana, og sumir beitt byssu eða sverði til þess að svipta mig líf-
inu, en það get eg sjálfum mér þakkað, að engum hefir heppn-
ast slíkt áform til þessa. Loks hafa tveir menn reynt að drepa
mig á eitri, en það mistókst, og' það er þér að bakka.“
„Hverjir eru þeir og hvers veg'na reyndu þeir þetta?“
„Við skulum láta kyrrt liggja hverjir þeir eru, en hvers