Rökkur - 01.06.1952, Side 220
268
R Ö K K IJ R
þegar Esaú ætlaði að fara að gelta hastaði eg á hann og þú
brostir og þá vissi eg —“
„Hvað vissirðu, Jane?“
„Að mér þótti vænt um þig, því að það kom bros í augun á
þér, og þá var mér sama um hárið og tennurnar — og eg vissi
að mér mundi alltaf þykja vænt um þig eins og Medu frænku.“
„Og hver er Meda frænka?“
„Hún heitir And-ro-med-a, og það er ægilega langt nafn,
svo að eg kalla hana Medu frænku, og það er Sam frændi sem
á hana því hann gerði hana að konunni sinni.“
„Og hver er Sam frændi?“
„Ó, hann er maðurinn, sem á allt, því að hann er jarl.“
„Aha,“ tautaði sjúklingurinn, „svo Sam en — jarlinn af
Wrybourne.“
„Já, vissirðu það ekki.“
„Nei, en eg hefði átt að geta getið mér þess til.“
„En eg er smeyk um, Robin góði, að honum geðjist ekki
sem bezt að þér.“
„Eg furða mig ekkert á því.“
„En eg er hissa á því, því að hann er svo góður við alla nema
vonda karlinn, sem ætlaði að ræna mig hálsmeninu mínu í
skóginum, og þú ert ekki vitund líkur honum.“
„Það hefir sínar ástæður, væna mín.“
„Það sagði hann líka, þegar eg bað hann að koma til þín.“
„Og hvað sagði hann, Jane?“
Og hún svaraði og orðin streymdu af vörum hennar án þess
nokkurt þagnarhlé yrði:
„Hann sagði nei, Jane, það hefir sínar ástæður, og Sir Robert
vill ekki að eg komi, annars hefði hann óskað eftir því, en
eg sagði að eg ætti ekki að þurfa að biðja hann því að þú
værir bara Robin frændi, og veikur og hann sagði að ekki
væri gott að eg ætti of marga frændur og þá spurði eg hvort
honum þætti ekki vænt um þig og hann sagði nei og þá var
eg hissa, því að þú varst næstum dáinn og orðinn engill, og
guð á alla engla, og þá spurði hann mig hvort eg elskaði þig,
og eg sagði já, og þá hristi hann höfuðið og sagði, eg held að
þér þyki vænna um hann en mig, en eg sagði að þú værir
veikur og hefðir bara eina hönd, en hann hefði tvær, og svo
bað eg hann að kyssa mig og vera góðan — og vilt þú nú biðja
hann að koma?“
Og nú kastaði Jane mæðinni og horfði með eftirvæntingu