Rökkur - 01.06.1952, Síða 352
400
ROKKUR
nokkra stund kom Pétur Smith og sagði honum hvernig hann
hefði fundið hana. En Simon lagði vart eyrun að frásögninni —
hann mundi hafa tekið hann trúanlegan, ef hann hefði sagt,
að hún hefði svifið til jarðar af himnum ofan. Hvernig sem hún
koma var það guðs og forlaganna vilji, að hún var komin.
„Eg var alltaf að hugsa um hvort eg mundi geta komist til
fundar við þig — hvort eg mundi geta riðið til þín frá West
Rooting.....Eg var ekki viss um, að þú hefðir fengið bréf mitt,
en eg vonaði að þú hefðir fengið það. En eg bað til guðs, að þú
fengir það og að fundum okkar mætti bera saman —“
Hún veitti því athygli, að það var annar hreimur í rödd hans.
en fyrrum — gamli mállýzkuhreimurinn úr sveitinni horfinn
og kominn einhver annarlegur, erlendur hreimur í hans stað.
„Ef eg hefði ekki fundið þig hér hefði eg beðið í höfninni eftir
skipi þínu.“
„Mér þykir vænt um, að þú þurftir ekki að bíða. Þar er meira
um pest og svitasótt en í bænum. Og hvernig hefði ekki getað
farið fyrir þér þar? Einhver þorpari hefði kannske komist að,
því, að þú ert stúlka......En segðu mér, systir mín litla, af:
hverju yfirgafstu foreldra okkar og fórst frá Conster?11
Katrín horfði í augu hans. Hann las í hug hennar, nú sem æ
fyrrum, er hún hafði einhver slæm tíðindi að flytja.
„Faðir minn er dáinn,“ sagði hún loks.
Svipur hans breyttist ekki, en hann gerði krossmark á brjósti.
„Komst hann í sátt við guð og kirkju sína áður en hann dó?“
„Nei, Simon,“ sagði hún lágt.
„Þú segir mér nánara frá þessu, þegar við erum ein. En móðir
mín, Kata? Hvernig líður henni? Og hvernig gastu fengið af'
þér að fara frá henni?“
„Eg verð víst líka að segja þér frá því, þegar við erum ein.“
„Eg mun skilja ykkur eftir ein,“ sagði Pétur Smith, sem
skildi til hvers var ætlast af honum, „þegar þú hefir sagt mér
hvað gerðist í fangelsinu.“
„Þar voru tveir þjófar, sem verða hengdir í fyrramálið. Eg
þjónustaði þá og nú óttast þeir ekki dauðann."
„Eg vona til guðs, að þú hafir ekki smitast í fangelsinu,"
sagði Katrín.
„Það á fyrir mér að liggja að deyja — á einn eða annan hátt,
áður en langt um líður — ef til vill úr veikindum — ef til vill
verð eg tekinn af lífi. Guðs vilji mun verða — og það skiptir
ekki svo miklu hvernig þetta ber að.“