Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 88
136
RÖKKUR
„Nei, þér líst ekki á, af því að þú ert bara Alfreð Bellenger,
sem — ef hann hefði ekki neinn til þess að hugsa fyrir sig,
mundi lenda í gá------“
„f hamingju bænum, Raymond, gamli vinur, eg bið þig
um að láta kyrrt liggja.“
„Þá get eg sagt þér, Alfreð minn, að þetta verkfæri mun
koma að alveg sérstaklega góðum notum. Gerðu svo vel að
hringja bjöllunni og við sjáum um, að lávarðurinn verði bor-
inn til rekkju.“
Og svo benti Twiley markgreifi honum að koma nær og
þeir fóru að stinga saman nefjum, þessir þokkapiltar, slegnir
ótta og örvæntingarfullir, en staðráðnir í því í örvæntingu
sinni, að láta krók koma móti bragði hverju.
XII. KAPITULI.
Skot úr launsátri.
Sá er einn vegur, er við öll verðum að fara, hinn mikli þjóð-
vegur lífsins, og þykir mörgum þar grýtt undir fæti. Margar
eru hætturnar — en misgreiðfærir eru vegarkaflarnir. Sam
hafði margt illt orðið að þola á sinni göngu, en nú var brautin
slétt og greið framundan. Hann var orðinn fnaður auðugur
og valdamikill og gat lifað og látið sem hann vildi og var ham-
iiigjusamur. Engin furða var, þótt Andrómeda, en þau sáu ekki
súlina hvort fyrir öðru, bæri beyg í brjósti, um að þessi ham-
ingja kynni að verða endaslepp. Sannleikurinn var líka sá,
að beygja var á veginum framundan, hætta í leyni, og skelf-
ingar myrkurs og storma; efi og ótti áttti eftir að verða hlut-
skipti þeirra, og reyna til hins ítrasta á bönd ástar þeirra og
tryggðar. Mundi þanþol þeirra nægilegt?
Blika var í lofti. Breyting — og hún býrjaði með því, að
skothvellur hljómaði — innan úr laufguðUm runna, en hestur
Sams varð fyrir skotinu, og hentist þá Sam af baki og fekk
slíkt höfuðhögg í fallinu, að hann var sem í léiðslu og gat
ekki greint neitt og þetta hafði gerzt svo skjótlega, að hann
gat ekki gert sér grein fyrir neinu — en svo var eins og hon-
um vaéri lyft upp, nafn hans nefnt aftur og aftur, svo að hann
varð að opna augun, og er hann gerði það var undrun í tilliti
þeirra. Hann sá hið fagra andlit Cecily, nú með miklum
áhyggjusvip, er hún horfði framan í hann, og hann reyndi eftir