Rökkur - 01.06.1952, Side 32
80
RÖKKUR
„Ned, ertu nú eins ánægður og þú lítur út fyrir?“
Ned leit í kringum sig, á hús og ekrur, og mælti:
„Já, já, Sam, víst er eg það. Og þú?“
„Eg er hamingjusamur,“ svaraði Sam í hjartans einlægni.
„Enginn maður gæti verið hamingjusamari en eg, þótt —
sjáðu til — nauða fátt gerist í Wrybourne. Þar gengur allt
sinn vanagang, allt er í röð og reglu — og stundum óska eg
mér, að svo væri ekki, svo að maður gæti látið hendur standa
fram úr ermum og gert eitthvað að gagni. Andromeda er
skelkuð í allri þessari sælu, og hefir margt sagt til að sann-
færa mig um, að beygur hennar sé ekki ástæðulaus. Kannske
hefir hún rétt fyrir sér, eins og vanalega. Við erum of ham-
ingjusöm, sagði hún.“
„Sam, getur nokkur maður verið of hamingjusamur?"
„Það lítur út fyrir það, Ned.“
„Skipsfélagi,“ sagði Ned, „lávarður góður og skipsfélagi
minn, þú hefir ekki nóg að starfa.“
„En eg er aldrei iðjulaus, — Ned — eða sjaldan. Eg er allt
af að hugleiða og undirbúa ýmislegt til umbóta á landareign
minni og til hagsbóta fyrir vinnufólk mitt, og svo eru hinar
eignirnar, — þetta er heilmikið umstang, og eg þarf við marga
að ræða, svo að eg hefi mörgu að sinna.“
„Ojá, þú situr á stjórnpalli í hægindastól og skipar fyrir —
það, sem eg átti við er þú þurftir að vinna erfiða, líkamlega
vinnu.“
„Það má vel vera, kannske eg taki mér aftur orf og ljá í
hönd.“
„Segðu mér,“ sagði Ned, er þeir gengu í áttina til aldin-
garðsins, „ertu búinn að ganga frá kaupunum á Wrexford-
mylnunni?“
„Ekki enn — eg held að ekkert liggi á. Hvers vegna spyrðu?“
„Vegna þess, að eg hefi heyrt sitt af hverju, og held þess
vegna að eignin gangi þér úr greipum, nema þú hafir hrað-
an á.“
„Hvað hefirðu heyrt —?“
„Að annar hafi áhuga fyrir að ná tangarhaldi á mylnunni.“
„Aha, annar býður í eignina! Það er furðulegt, — ekki gat
mér dottið í hug, að nokkur maður hefði áhuga fyrir slíkum
stað sem þessum.“
„Eg get lítið um þetta sagt, nema Toop gamli segir, að ein-
hver ókunnugur maður, „fínn herra frá London“, vilji óður og