Rökkur - 01.06.1952, Side 247
R Ö K K U R
295
spá fyrir henni. Árum saman hefi eg spáð fyrir fólki — eftir
stjörnum og skjaldarmerkjum — aldrei gert illt og ekki hafði
eg illt í huga með hingaðkomu minni.“
„Svo má vel vera, en það er brot á lögum, og get látið þig
mæta fyrir dómþinginu, þar sem úrskurður er felldur yfir
sakamönnum,“ sagði Alard.
„Guð minn góður, guð minn góður,“ kveinaði maðurinn og
féll á kné.
Oxenbrigge og Elisabet Alard hlógu hátt, en Katrín kenndi
í brjósti um hann, er hún sannfærðist um, að hann var ekki í
flokki þeirra, sem gerðu gys að mönnum fyrir þá trú, sem var
þeim helg.
„Vertu ekki hræddur," sagði hún, „þér verður ekki mein gert.
Settu upp heimspekingshattinn og spáðu fyrir okkur. Og eftir
á skaltu fá mjöð til að svala þorstanum."
„Herra trúr,“ sagði faðir hennar. „Þú fyrirskipar, að lögin
skuli brotin í húsi mínu. Þú tekur þér húsbóndavald —“
„Þetta er leikur einn, faðir minn. Gamli maðurinn er kom-
inn til þess að skemmta heimamönnum, og nú höfum við gert
hann dauðskelkaðan.“
„Þetta er alveg satt, lávarður minn. Og eg hefi skemmt mönn—
um bæði á heimilum alþýðunnar og aðalsins með þessu. Eg
spáði fyrir Wildigos óðalsbónda í Iridge og sagði honum, að
hann ætti von á erfingja, og — viti menn, hann kom eftir tvo<
mánuði.“
„Og hversu gild var konan hans orðin, þegar þessu var spáð?“
sagði Katrín hlæjandi. „En mundu nú, að haga orðum þínum
gætilega. Því að þótt eg hafi tekið málstað þinn, skaltu minn-
ast þess, að faðir minn getur látið setja þig í gapastokkinn.“
„Vissulega, lafði góð, vissulega. Hér um slóðir vita allir, að
eg er heiðarlegur maður, og að eg spái heiðarlega. Þegar eg
spái fyrir aðalinn nota eg skjaldarmerkin sem leiðarvísi minn,
en þegar eg spái fyrir alþýðuna, stjörnurnar. Þegar hefi eg
spáð systurdóttur minni því, að þegar hún leggst á sæng í
annað sinn, eignast hún tvíbura.“
Við þessi orð rak Bess Hallaker, sem stóð út við dyr, upp
píkuskræk mikinn.
„Við vitum öll, að bann er lagt við því að spá,“ sagði Elisa-
bet, „og við vitum líka af hverju. Það er vegna þess, að ein-
hver heimskingi spáði eitt sinn drottningunni bráðum dauða.“
„Við skulum ekki fjölyrða svo mikið um, að þetta sé bann-