Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 322
370
ROKKUR
39.
Það hafði góð áhrif á hana að koma á hestbak. Kyrrð og ró
kom yfir hana, en hún sveif áfram, gegnum eilífðir fannst henni,
við eilífa hreyfingu, til eilífrar hvíldar. — Hún vaknaði sem af
draumi upp úr hugleiðingum sínum, er tumspírurnar í Leasan
báru við himin. Þetta var á svölum septembermorgni og rósa-
blöðin voru fokin út í veður og vind, en anganin frá stönglunum,
sem enn stóðu grænir féll henni betur.
Hún kom hvergi auga á Pecksall í garðinum og er hún barði
að dyrum sagði ráðskonan, að hann væri í kirkjunni, við bæna-
lestur.
„Viljið þér bíða hér eftir honum?“
„Nei, eg ætla til hans.“
Hún gat ekki staðið kyrr, eða setið, hún varð að vera á hreyf-
ingu — svo að hún gekk aftur sömu leið og hún kom, meðfram
rósarunnunum, og að kirkjuhliðinu, og gekk inn í kirkjuna, en
hún var ekki fyrr inn komin en hún óskaði sér þess, að hún hefði
ekki komið — hinir beru, hvítkölkuðu veggir höfðu alltaf haft
truflandi áhrif á hana — allt í einu kvað við hvellur klukkna-
hljómur, og nú kom hún auga á Nicholas Pecksall, þar sem hann
stóð hempuklæddur, hár og fölur, og hið hvíta rykkilín bylgj-
aðist niður frá öxlum að fótum hans. Hann hélt á opinni bæna-
bókinni nýju og kirkjuþjónn kom æðandi, til þess að nema stað-
ar andspænis og svara bænunum. Katrín stóð hreyfingarlaus.
Hún var að hugsa um hvort hann hefði komið auga á hana. Það
var litað gler í gluggunum og því fremur dimmt í kirkjunni og
hún stóð þar sem skugga bar á við skímarfontinn, en þar sem
dyrnar voru opnaðar var ólíklegt, að hún sæist ekki. En ef hann
gerði það, því skyldi hann lesa með svona miklum hátíðleik, og
er hún stóð þarna og horfði á hann varð hún fyrir einkennileg-
um áhrifum, hann sýndist hærri en hann var, hann leit upp
og hann las hvert orð hátíðlega, eins og þyldi hann konunglega
tilskipun:
Því bið eg yður og hvert yðar, alla, sem viðstaddir eru,
að fylgja mér, hógværir í lund og hjartahreinir, að hásæti
Drottins, og hafið upp eftir mér ....
— — Það brakaði skyndilega í eikargólfinu og það var sem
hinn hái, hempuklæddi maður hrykki í kufung.-----------Katrín
gekk út. Hún furðaði sig á, að hún skyldi hafa verið þarna svona
lengi,