Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 26
74
ROKKUR
„Fyrirtak,“ sagði Sir Jónas og hló. „En sleppum að ræða liðna
daga. Snúum okkur að viðfangsefninu. Það gleður mig meira
en orð fá lýst, að eg hefi haft aðstöðu til þess að gera þér
greiða, nágranni góður, með því að koma upp um þennan veiði-
þjóf. Eg sagði skógarvörðum þínum frá honum, og svei mér
ef eg held ekki, að þeir hefðu sleppt þrjótinum, ef eg hefði
ekki krafist þess, að taka mannskrattann fastan. Hér skýtur
eitthvað skökku við, nágranni, þeir ætluðu að tregðast við að
taka manninn, en þeir sáu þó sitt ráð vænst að gera það, og
nú er þjófurinn örugglega bundinn og hafður í haldi í hest-
húsinu.“
„Þess vegna, Sir Jonas,“ sagði jarlinn og hneigði sig aftur,.
,,er eg á leiðinni þangað.“
„Gott og vel,“ sagði Jónas og kippti í tauminn, „eg ætla
með yður þangað.“
„Fyrir alla muni,“ sagði jarlinn og lagði leið sína til hest-
húsanna og stikaði stórum. Hesthúsin voru miklar byggingar,
svo að ætla mátti, að þar væri yfrið rúm fyrir hesta heils
riddara-herfylkis, en yfir byggingunum gnæfði klukkuturn
mikill. Allt var hreint og vel um gengið og bar góðri reglu
vitni.
Og þarna, auk margra starandi hestasveina, stóðu fjórir
skógarverðir, sauðarlegir á svip, hjá hinum handtekna og
bundna manni.
Pilturinn var hár og þrekinn, fátæklega klæddur og voru
hendur hans bundnar á bak aftur. Nú var pilturinn niðurlútur
cg skömmustulegur og var sem algert vonleysi væri að yfir-
buga hann, en er hann varð þess var, að jarlinn var að koma,
stappaði hann í sig stálinu, og rétti úr sér og horfði fram.
Kom nú í ljós, að hann var fríður sýnum, en hann var horaður
i andliti, og allir drættir báru því vitni, að hann hafði orðið
margt illt að þola.
Allt datt í dúnalogn, er jarlinn kom og nam staðar skyndi-
lega, svo að small í hælunum, og sagði:
„Simon —“
Hann mælti allhörkulega, en það hafði þau áhrif á fangann,
að taka því með hugdirfð og karlmennsku, er að höndum bæri.
Konan hans fórnaði höndum til himins biðjandi, en fékk eigi
mælt. Sir Jónas ljómaði af sjálfsánægju yfir að hann hafði
átt mestan þátt í að fanturinn yrði dreginn fyrir dómarann, en