Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 180
228
RÖKKUR
Já, þú ert sami erkibjálfinn hvað konur snertir og Ned minn,
en eg kann lagið á honum — mér dettur ekki í hug að snúa
upp á mig með kuldalegum virðuleikasvip, eins og hin vesa-
lings misskilda Andrómeda þín, nei, eg þríf í hárið á honum,
hristi hann til og kyssi hann — og allt er á svipstundu í bezta
lagi.“
„En ef þú hefðir nú farið að eins og Andromeda?“
„Þá hefði eg búist við — ætlast til þess, að hann kæmi fram
af myndugleik og heimtaði að við gerðum upp sakirnar — og
því stoltari sem konan er því meiri þörf hefir hún fyrir að
vera tekin slíkum tökum — og nýtur þess, máttu trúa — en
vitanlega verður að gera þetta á réttan hátt og á réttum tíma
— og kemur aðeins að gagni, að það sé réttur maður. Þetta
er því allt í bezta lagi, maður minn, þú þarft ekki annað að
gera en ríða á eftir henni, taka hana í faðm þinn og þrýsta
henni að þér, þar til hún annaðhvort andvarpar, hlær eða græt-
ur — og þá — kyssirðu hana — og hún hefir beðið eftir því
máttu trúa og er tilbúin með varirnar, en — ó, þarna kemur
Deb frænka með barnið.“
Og af stað þau hin unga móðir, til þess að taka frumburð
sinn í fang sér, nafna Sams, hraustlegan, spriklandi lítinn
anga, sem hún lagði í hendur guðföður hans og sagði:
„Sérðu hvað hann hefir stækkað, þuklaðu á handleggjum
og fótum og findu hvað hann er stæltur. Og það sem er dá-
samlegast af öllu, Sam, hann er að byrja að tala. Hérna um
daginn sagði hann alveg greinilega — tikk — en eg hafði lagt
úrið mitt að eyra hans í gamni og sagt tikk-takk nokkrum
sinnum.“
„Eg heyrði hann segja það greinilega, tikk —sagði Deb
frænka.
„Nú er gállinn á þeim, Sam,“ sagði Ned, sem inn kom,
„strákurinn hefir auðvitað ropað.“
Og Ned rak upp hlátur.
„Skammastu þín, Ned,“ sagði hin hreykna, unga móðir, „að
þú skulir geta fengið af þér —“
„Fengið af sér, auðvitað getur hann fengið af sér að segja
svona vitleysu,“ sagði Deb frænka og tók af sér hattinn, til
þess að vera viss imi að börðin væru ekki að þvælast fyrir, er
hún kyssti Sam, — „er hann ekki karlmaður, skilningslaus og
ónærgætinn eins og slíkar skepnur eru jafnan, og veit ekki