Rökkur - 01.06.1952, Page 356
404
RÖKKUK
Hann sá eftir því, undir eins og hann sá svipbreytinguna á
andliti hennar, að hann hafði spurt þessa.
„Ein ástæðan er sú, að eg er kaþólsk — faðir minn bað mig
tvívegis að giftast mótmælanda, en eg hafnaði honum. Seinustu
árin hefir enginn biðlað til mín, þrátt fyrir auðinn, sem beið
mín, ef eg giftist.“
„Hefir þér nokkurn tíma flogið í hug, að ganga í klaustur?“
„Hér er ekkert klaustur — ekki í Englandi. Og ef eg gerði
það mundi hjarta mitt bresta.“
„Vissulega ekki, hjartað mitt. Þú ert trúuð og í klaustri í
Frakklandi eða Flanders, þar sem svo margar enskar stúlkur
hafa fundið hæli, mundirðu finna frið og ró í andrúmslofti
hinnar sönnu trúar.“
„Það er tilgangslaust fyrir mig að ganga í klaustur, meðan
eg þrái í hjarta mínu að giftast. Og auk þess hefi eg ekkert fé
til að leggja með mér, —- en við skulum ekki tala um þetta
frekara.“
Og svo ræddu þau annað, þar til Pétur Smith kom. Hann
kvaðst hafa hesta handa þeim báðum og spurði hann hvort
hann væri reiðubúinn að leggja af stað. Katrínu til ósegjanlegrar
gleði hreyfði hann engum mótbárum gegn því, að hún færi með
þeim til West Rooting. Hann virtist jafnvel hlynntur því.
„Mönnum mun finnast það eðlilegt hér, ef „tvíburðabræð-
urnir“ sjást leggja upp í ferðalag héðan — og komist eitthvað
á kreik um tvo presta á ferð í Chichester, gæti verið til bóta, að
við verðum þrjú á ferð.“
„Heldurðu, að lafði Beynton muni veita Katrínu viðtöku?“
„Án nokkurs vafa — og hún mun greiða fyrir henni, er
þar að kemur. Með okkur getur hún ekki farið lengra en til
West Rooting.“
Katrín leit á Simon, en hann sagði ekkert, svo að hún lét og
kyrrt liggja hvað við tæki, eftir að til West Rooting kæmi.
Hestur hennar var sóttur og brátt lögðu þau af stað frá
Halfnakade áleiðis til West Rooting.
50.
Það var farið að húma, þegar þau komust af stað, og áform
þeirra var að ríða alla nóttina, og kom til West Rooting undir
morgun. — Þokuslæðing lagði frá sjónum inn yfir Chichester.
Þegar Katrín leit um öxl var borgin að mestu hulin grábrúnni