Rökkur - 01.06.1952, Side 71
R Ö K K U R
119
njeðan lífsmark er með okkur. Hér skulu ekki verða grið
gefin.“
„Eins og þér þóknast,“ svaraði Sam og hneppti að sér jakk-
anum.
„En, lávarður minn, ætlið þér ekki úr jakkanum“ spurði
Tom gamli, alveg steinhissa.
„Nei, eg ætla Ralph að færa mig úr honum, ef hann getur.“
Og þar með þrýsti Sam hattinum niður undir eyru og þeir
frændur tóku sér stöðu með kreppta hnefa. Sam brosti napur-
lega, en var ygldur á brún, en ekki vottaði fyrir brosi á vör-
um hans. Hvor um sig var staðráðinn í að ráða niðurlögum
hins. Þeir gengu nú báðir fram með hnefana á lofti .... en
þá heyrðist allt í einu kvenlegt örvæntingaróp og pilsaþytur
mikill, og Cecily æddi fram með opinn faðminn — til manns
síns, honum til verndar, en reiðpilsið var sítt og hún hrasaði,
en Sam greip hana í fallinu, og kippti henni aftur á bak, svo
að hún yrði ekki fyrir hinum hátt reidda hnefa manns hennar,
en varð sjálfur fyrir högginu.
„Hugleysingi,“ heyrðist nú kallað, annarri röddu, einnig
kvenlegri, og var slík nepja í röddinni og fyrirlitning, að
Ralph glúpnaði, er Andromeda nam staðar fyrir framan hann.
„Enginn nema löðurmenni mundi slíkt högg greiða, en það var
ekki við öðru að búast eftir hina lítilmannlegu og —“
„Æ, nei, nei,“ kveinaði Cecily og hljóp í faðm manns síns,
til þess að vernda hann og verða honum til hugsvölunar.
„Andromeda, elskan mín,“ sagði hún, „vertu ekki að ásaka
hann, það var ekki tilgangur hans að meiða mig. Verið ekki
að erfa þetta við hann. Og þú Ralph, segðu — núna, að þig
iðri þess sem gerðist., og svo gleymum við þessu.“
Auðmjúkur í smæð sinni, og hlýðinn í ást sinni, gerði hann
sem hún bauð og tautaði í hálfum hljóðum:
„Já — eg biðst afsökunar, — fyrirgefið mér.“
Og er hún þrýsti hönd hans hlýlega var honum ekki þrái
eða mótspyrna í hug og hann lét hana leiða sig á brott.
Og nú stóð Andromeda þarna og hnyklaði sínar dökku, fögru
brúnir, en það var einhver smáhreyfing á rósrauðum vörun-
um og spékoppunum í munnvikunum, sem gáfu til kynna, að
reiðin risti ekki djúpt.
„Sam,“ sagði hún, í reiðitón í fyrstu, en varð svo æ mildari,
„þannig gengur það þá til, þegar þú ferð til að spjalla við