Rökkur - 01.06.1952, Side 204
252
RÖKKUR
„Já, en annars má vel vera, að hann sé dauður núna. Eg
bíð fregna frá læknunum á hverju andartaki.“
„Þið hafið þó vænti eg ekki farið að berjast aftur?“
„Nei, það var — morðtilraun. Eg fann hann í skóginum fyr-
ir þremur dögum og flutti hann hingað. Annars renndir þú
alveg blint í sjóinn með það, Harry, að hann hefði reynt að
drepa mig — því að einhver gerði nýja tilraun til þess —
kom aftan að mér með lurk og keyrði í höfuð mér, svo að eg
hentist út í mylnutjörnina, og eg var að því kominn að
drukkna, er Chalmers bar að og bjargaði mér.“
„En var það ekki hann, sem hratt þér út í?“
„Eg komst að raun um, að svo var ekki, en í fyrstu grunaði
mig það. Mig grunaði, að Ralph frændi hefði gert það, örvita
af afbrýðisemi, en nú efast eg um það. Sjáðu til, Harry, það
eru einn, tveir eða fleiri, sem um gæti verið að ræða, Twiley
markgreifi til dæmis, og þessi flakkari, sem eg tuktaði til,
eftir að hann réðst á Jane litlu. Kannske annað hvor þeirra
hafi skotið á Chalmers, — haldið, að hann værí eg — við
erum álíka háir, og álíka þreknir.“
„Og þegar þeir komast að því, að þú slappst reyna þeir
aftur. Jæja, eg er feginn, að eg er kominn, ef eg gæti orðið
þér að einhverju liði.“
„Eg segi hið sama, Harry — en þarna kemur læknirinn. Þú
manst eftir honum.“
„Hann er hátíðlegur á svip að vanda.“
„Hátíðlegri — kannske Chalmers hafi drepizt í höndunum
á honum.“
Sam stóð upp, er Little læknir kom.
„Jæja, læknir, hvað er að frétta af sjúklingnum?"
Little læknir ræskti sig duglega, er hann hafði kinkað kolli
til þeirra beggja.
„Lávarður minn,“ sagði hann, „það er einróma álit mitt og
beggja læknanna, sem til voru kvaddir frá London, að allt
hafi gert verið, sem í mannlegu valdi stendur, og nú er aðeins
um eitt að ræða, — bíða þar til úr því fæst skorið, hvort sjúk-
lmgurinn býr yfir nægri orku, er þarf til að fullkomna verk
vor mannanna.“
„Sir Róbert er þá enn á lífi.“
„Hann hjarir — vegna þess að þér gerðuð strax það, sem
gera þurfti — og maðurinn er hraustmenni — en líf hans
hangir á þræði.“