Rökkur - 01.06.1952, Page 293
V
ROKKUR
341
og öllu rúið, heldur musteri, þar sem hrelldar sálir mundu í dýrð
innganga. Þar var gullið bezta og hún hafði lykilinn í höndum
sér. Dýrð, dýrð!
Henni var nú gleymt, að móðir hennar unni henni ekki lengur.
Systurnar í Fuggesbroke, Agnes, Margrét og Susanna biðu
hennar. Farandsalinn var í sólarstofunni, sögðu þær, hjá föður
hennar og móður.
Hann sat á þrífættum stól, maður grannur, lágur vexti, veik-
byggður, viðkvæmur á svip. Allir heimamenn höfðu safnast
utan um hann. Tuktone og kona hans, synir hans og konur þeirra
og þernumar, og nú komu þær systurnar og Katrín. Þetta var
glaðlegri hópur en Katrín hafði áður séð í Fuggesbroke. Hún leit
af einu andliti á annað og henni skildist hver kominn var. Hún
gat varla mælt, kraup á kné og hvíslaði.
„Faðir, veittu mér blessun þína.“
„Varlega,“ sagði Mary Tuktone og leit áhyggjufull í áttina til
glugganna. En þar var enginn á gægjum, til þess að sjá farand-
salann blessa Katrínu og aðra viðstadda.
„Seztu niður, Katrín," sagði Richard Tuktone, „vinur okkar
hefir varning meðferðis, sem þú þarft að líta á.“
Henni varð litið á bakka, sem á voru nokkrir algengir hlutir.
„Varning?“
Hún varð undrandi á svip.
„Nei, við köllum það ekki varning — því að eg hefi ekki
verðlagt neitt. Takið eitthvað, ef þér viljið."
Hann rétti henni bréf.
„Hvað er þetta? Hver getur hafa skrifað mér?“
„Opnaðu það og sjáðu. Þú elskar þann, sem skrifaði."
„Nei, eg þarf þess ekki —“
Skjálfti fór um alla limu hennar. Vissulega þurfti hún ekki
að rjúfa innsiglið. Hún þekkti rithöndina betur en svo, að hún
þyrfti að spyrja. Hún rétti fram hönd sína, eftir fyrsta, eina
bréfinu, sem henni hafði verið skrifað, bréfinu frá Simoni bróð-
ur hennar. Andartak var sem hún gæti ekki einu orði upp komið
af einskærum fögnuði, svo komu spurningarnar í runu yfir
varir henni:
„Ó, herra, segðu mér — eg bið yður — hafið þér séð hann,
fékk hann yður það sjálfur, er hann heilbrigður?"
„Já, hann er heilbrigður, og eg hefi hitt hann, og hann afhenti
mér þetta bréf sjálfur, vitandi það, að eg mundi komast til
Englands á undan honum.“