Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 40
88
ROKKUR
„Hjartans glaður — fólk er farið að hugsa.“
„Ef þeir létu sér nægja að hugsa, en þeir — tala líka.“
„Ekki er það verra.“
„En þeir eru þér mótfallnir.“
„Skiptir engu.“
„En, jarl minn, — Sam, ef þér aðeins vissuð hvað þeir
segja."
„Eg fer nærri um það. Þeir kalla mig byltingarsinna og
uppreistarmann og eg veit ekki hvað, — hvaðan sem menn
nú hafa fengið þessar firrur í höfuðið. Eg veit þetta — svo að
þér skuluð ekkert vera að skafa utan af því. Það skiptir ekki
máli.“
„En fari í logandi, það skiptir máli, og eg er að reyna að
koma yður í skilning um það,“ sagði Standish, sem var bæð’
ákafur og hrærður í senn, „það horfir nefnilega svo, að þér
verðið hvarvetna litinn hornauga — að minnsta kosti af yð'
ai stéttar mönnum, og eg veit ekki nema yður verði meinaður
aðgangur að klúbbunum. Alit yðar er farið — vinir yðar snús>
við yður bakinu. Já, það er ekki efnilegt að tarna. Þetta leggst
mjög þungt á mig, og sannast að segja fyrirverð eg mig —“
„Nú, þar liggur hundurinn grafinn,“ sagði jarlinn og glotti
„þér fyrirverðið yður; ef yður langar til að yfirgefa sökkvandi
skip, þá skuluð þér géra það, og eg mun óska yður allra
heilla.“
Þegar jarlinn mælti svo, hörfaði hinn um eitt eða tvö skrel
og rétti úr sér, kreppti hnefana, og augu hans leiftruðu. Hano
lagði áherzlu á hvert orð, er hann svaraði, og mælti hægt:
„Lávarður minn, þér hafið móðgað mig stórlega með dylgj-
um yðar. Eg hraðaði mér á fund yðar með þessi slæmu tíð'
indi — vinsemd mín í yðar garð hvatti mig' til þess, og eg
var staðráðinn í að vinna fyrir yður af meiri trúnaði og áhug?
en nokkurn tíma fyrr, en þar sem þér komizt svo fljótlegs
að þeirri niðurstöðu um að eg hafi ekki þá dyggð til að bera
sem hollusta heitir, þá hefi eg ekki öðru við að bæta en að —“
,,Hættið,“ svaraði Sam hinn kátasti og reis á fætur virðu-
lega og hélt áfram:
„Herra Standish, eg bið yður afsökunar. Harry, vinur minn,
réttið mér hönd yðar.“
Eftir nokkra þögn, er þeir voru báðir setztir, og allt var
fallið í ljúfa löð milli þeirra,“ sagði Standish:
„Meðal annara orða, Sam, eg hitti þennan Twiley mark-