Rökkur - 01.06.1952, Side 8
56
R Ó K K U R
nálægt honum ákveðin á svip. Hún lét það ekkert á sig fá,
þótt hann ygldi sig, kinkaði kolli og hélt áfram:
„Elísabet er nú hingað komin, til þess að stjana við þig,
prjóna og spinna, stoppa og staga, og kannske vaka yfir þér
og biðja fyrir þér, eins og þegar þú varst lítill drengur og
lást þungt haldinn.“
Og svo tók hún upp prjónana sína, sem hún hafði haft ein-
hversstaðar á sér, og fór að prjóna af miklu kappi, en mildu,
einkennilegu augun hennar hvíldu stöðugt á hinum hnykluðu
brúnum „Rabbie“.
„Rabbie minn,“ sagði hún loks, „það eru nú 36 ár, tveir
niánuðir og fimm dagar síðan eg lagði þig að brjóstum mér
— og það var ekki mikið líf í þér þá, en eg hélt því í þér, og
þú fórst að dafng. Þessa mættirðu minnast.“
„Já, Elísabet," sagði hann og ekki eins þrálega og áður,
„og í þessum kuldalega og ömurlega heimi ert þú eina mann-
eskjan, sem mér þykir vænt um — og treysti.“
. „Eg veit þetta mæta vel, Rabbie. Þú ert tortrygginn að eðlis-
fari —“
„Eg hefi haft gildar ástæður til tortryggni, Beta —“
„O-jæja, þegar þú varst smábarn barg eg lífi þínu, og þegar
þú, móðurlaus hnokkinn, varst hræddur við föður þinn, hjúfr-
aðirðu þig upp að mér, og eg verndaði þig, gerði eg það ekki?
Og þegar þú varst á æskuskeiði trúðir þú mér fyrir öllu, og
svona gekk það, þangað til Sir Jamie, lávarðurinn okkar, dó,
guð veri lofaður, og þú fékkst mikinn auð og eftir það fórstu
þínar götur, og nú sérðu árangurinn —“
„Já, allt hefir hrunið í rúst fyrir mér,“ sagði hann beisk-
lega; „ósigur hefi eg beðið og stend eftir bæklaður og beiskur
í lund — bölvun hvílir yfir mér.“
„Margt hefir kannske farið öðruvísi en ætlað var, og kann-
ske illa sumt, satt er það, Rabbie minn, svo sem það hvernig
farið var með blessaða litlu höndina þína, en að bölvun hvíli
yfir þér, ó, nei, svo illt er það ekki. Þú ert á langri leið og það
er enn langt að marki, og enn má vera að þú villist af leið,
en eg bið til guðs, að svo verði ekki. Allt er undir þér sjálfum
komið í þessu lífi, Rabbie, en treystu handleiðslu guðs, og
þegar þú gerir upp við skapara þinn, drengur minn, þá mun
í ljós koma hvort sál þín er eilíflega glötuð eða ekki, en
minnstu þess að guð er faðir þinn og okkar allra, og miskunn-
ssmari en þinn eigin jarðneski faðir. Ó, já“ — og Elísabet