Rökkur - 01.06.1952, Side 21
RÖKKUR
69
eigimenn myndu hafa gert í hans sporum. Loks reis hann á
fætur, og er hann hafði gengið úr einum salnum í annan, þar
sem geymdir voru gamlir gunnfánar, brynjur, hjálmar og
vopn fornleg, auk margs annars, um göng, þar sem gólfið var
lagt mjúkri ábreiðu, barði hann loks á hurð nokkra, um leið
og hann opnaði dyrnar og sagði hressilega:
„Það er bara Sam, Anna frænka.“
Anna Leet var kona allmjög við aldur, mikil á velli og klædd
sem aldraðri, siðavandri konu sómdi, í pilsi víðu, sem skrjáfaði
í við hverja hreyfingu, og með blúndukappa á höfði. Anna
frænka var ráðskona jarls og renndu fáir augum til hennar,
án þess að kenna beygs nokkurs, og stjórnaði hún fjölmennu
þjónaliði með miklum myndarskap. Hún sat í stól með háu
baki og reis nú upp og skrjáfaði þá heldur en ekki í pilsinu
mikla, en allur ógnarsvipur hvarf af andliti hennar er bros
færðist allt í einu yfir varir henríi, og var sem hún gerbreyttist
í einu vetfangi. Stór og loðinn hundur, sem lá við fætur henni,
reis einnig upp og fór að dingla skottstúf sínum, og var eigi
síður óðfús en ráðskonan til að sýna jarlinum hlýleika- og
virðingarmerki, en telpa, sem setið hafði við stól konunnar
með spjald og griffil, gat ekki stillt sig og spratt á fætur,
innilega glöð og hljóp í fangið á Sam.
„Jane,“ kallaði langamma hennar byrst, „hefirðu gleymt
öllum mannasiðum, barn?“
„Æ, langamma,“ andvarpaði Jane, „en Sam frænda stendur
alveg á sama um mannasiði, er það ekki, Sam frændi?“
„Hvað barninu getur dottið í hug,“ hrópaði Anna frænka,
„gerðu svo vel og hneigðu þig fyrir jarlinum, barn — á þessu
andartaki, heyrirðu?“
„Gott og vel, langamma, en þótt hann sé jarl er hann nú
lika Sam frændi, er það ekki?“
„Víst er eg það, Jane litla,“ sagði Sam hjartanlega, ,,og verð
alltaf, alveg eins og eg er og verð alltaf fóstursonur lang-
ömmu þinnar."
Og svo hneigði litla telpan sig sem bezt hún gat fyrir jarl-
inum, en hann hneigði sig hátíðlegur á svip í móti. En svo
rak hann upp skellihlátur, breiddi út faðminn móti hennar,
kissti hana og kippti henni upp á öxl sér.
„Herra trúr, það er ekki lítið sem á gengur,“ sagði Anna