Rökkur - 01.06.1952, Síða 286
334
RÖKKUR
er dauflegt orðið í Fuggesbroke, — síðan við verðum að hafast
við í nærri auðum herbergjunum, en móður minni er óbærilegt
að hverfa héðan, þótt eg segi henni, að bezt væri að hafa hér
autt hús, því að þá héldi fólk, að hér væri reimt, og mundi
þá síður grunsemd vekja, ef prestur kæmi.“
Katrín spurði Agnesi á hverjum væri von úr sveitinni, auk
hennar og Thomosar Harman.
„Fólkið frá Piramannys Garden, bóndinn í Ellede og móðir
Eggulsden frá Stynts — með öðrum orðum aðeins þeir, sem
vanir eru að koma. Móðir mín óttast ekki komu þeirra — að-
eins afleiðingar komu Thomasar Harman.“
„Vesalings Tom — og hann óskar aðeins eftir friði fyrir sál
sína.“
„Ó-já, hann sagði pabba, að sér væri alltaf að hraka, og
sér batnaði ekki af neinum jurtum eða seyði, og föður mínum
fannst synd að neita honum að koma, því að hann ætti kann-
ske skammt eftir.“
„Hann getur þá dáið í friði, er hann hefir hlýtt naessu —
og hver er áhættan, ef við deyjum ekki af því,“ sagði Katrín
og var kát yfir hversu allt hafði farið vel — henni fannst
að allir skuggar hefðu fjarlægzt — líka skuggar prestsins dans-
andi, og í heimleið ákvað hún að koma við í Leasan. Hana iðr-
aði líka framkomu sinnar við hann síðast. Hún var létt í lund
og það var sem hjarta hennar væri reiðubúið að hoppa til hans.
— Og af því að hún var í svona léttu skapi, ákvað hún að
koma líka við í Piramannys Garden og Ellede-býli og í kof-
anum í Stynts, en þar bjó gamla konan, sem sumir hugðu vera
galdranorn, því að hún komst furðanlega vel af frostavetur-
inn ’82, þegar hvorki var til korn eða kjöt og fátæklingamir
sultualieilu hungri. — Katrín hafði ánægju af að ræða við fólk
þetta sameiginleg trúarleg áhugamál, en hún sagði þeim engin
leyndarmál. Hún spurði gömlu konuna hvort hún héldi, að
prestur mundi væntanlegur til Fuggesbroke.
„Minn prestur kemur frá Conster,“ sagði hún, og Katrín
furðaði sig á hvað hún sagði þetta af mikilli sannfæringu.
„Hvernig getur hann komið þaðan?“
Móðir Eggulsden hristi höfuðið og mælti:
„Hann kemur frá Conster.“
Ljúf, björt hugsun kviknaði hjá Katrínu.
„Segðu mér, — veiztu hvað hann heitir?“
En gamla konan vissi ekki nafn hans.