Rökkur - 01.06.1952, Side 140
188
RÖKKUR
„Segið mér, var það náungi að nafni Shrig, sem fyrst tók
yður höndum.“
„Nei, það var Jabez Smally, gildur, sköllóttur náungi, leið-
ur að sjá og enn hvimleiðari, ef hann opnaði túlann.“
Nú voru þeir komnir inn í skóginn, þar sem hann var þétt-
astur og loks var svo þéttur, grænn limveggur framundan, að
gegnum virtist ekki mundu verða komist.
„Þetta er bækistöð, sem aðeins Lovel-arnir vita um. Leggið
við hlustirnar, lávarður minn.“
„Eg heyri — eins og fossnið."
„Já, fossinn kallar á okkur, — hann er þarna fyrir handan.
Nú göngum við á hljóðið.“
Einhvern veginn komust þeir gegnum vegginn græna og
urðu þeir nú að klífa yfir gamla trjástofna, gegnum runna og
annað, er fyrir varð, unz þeir komu að litlum læk, sem foss var
í, og hylur djúpur undir fossinu, en klöpp var alveg að kalla
að fossröndinni.
„Nú skulum við klífa niður,“ sagði Tawno og veittist honum
það erfitt, vegna öklans. Þegar niður klöppina kom nam
Tawno staðar sem snöggvast og hvarf svo inn í fossinn fyrr en
Ralph gat áttað sig á hvað gerst hafði, og er hann stóð þarna
agndofa, kallaði Towno til hans:
„Áfram — lávarður minn, hikið ekki, og þér munuð vart
vökna.“
Ralph steig fram, lokaði augunum — og gekk undir hrynj-
andi fossinn, varaði sig ekki á hálu berginu og hefði dottið, ef
Tawno hefði ekki gripið hann, handan hins hvíta, síkvika
veggs — og sá hann nú, að hann var staddur í rúmgóðum helli,
sem fossinn skýldi, og var dálítil græn flöt við hellismunnann.
„Þetta er furðuverk —,“ stamaði Ralph.
„Eitt af furðuverkum náttúrunnar, vissulega, lávarður minn,
og eru hér hellar margir. Hefi eg gert mér í hugarlund, að
fyrr á tímum hafi verið hér heilt útlagaþorp, því að eg hefi
fundið hér margt, sem sannar, að hér hefir mannabyggð verið.“
Tawno settist og fór að bisa við að draga stígvélið af bólgna
fætinum, en er Ralph sá hversu erfitt honum veittist, kraup
hann á kné til þess að koma honum til aðstoðar.
„Bezt að eg reyni,“ sagði hann.
„Þökk, en verið viðbúinn, ef eg öskra.“
„Öskrið af hjartans lyst,“ sagði Ralph og fór að toga af hon-
um stígvélið og tókst það eftir langa mæðu, og var þá svo af